Aðeins 3 líklegir?

Í mínum kokkabókum er það aðeins 3 sem koma til greina, mér dettur ekki í hug að halda því fram að ég sé hlutlaus í þessu vali mínu: Jose Mourinho fyrir frábæran árangur með lið Inter Milan (sem virðist ætla að halda áfram hjá Real Madrid), Oscar Tabarez landsliðþjálfari Úrúgvæ sem náði frábærum árangri með sitt lið á HM, þvert ofan í spár - myndi vilja sjá hann vinna. Svo er Vincente Del Bosque sem nældi í heimsmeistaratitilinn með lið Spánar, reyndar með frábært lið í höndunum sem héldu þarna áfram sigurgöngu sinni frá því að þeir urðu Evrópumeistarar. Reyndar náði líka Van Gaal frábærum árangri síðasta vetur með Bayern en held að hann hirði þetta ekki

Hvað segja aðrir þarna úti? Hver er líklegastur 

Carlo Ancelotti (Chelsea)
Vicente del Bosque (Spánn)
Sir Alex Ferguson (Manchester United)
Pep Guardiola (Barcelona)
Joachim Low (Þýskaland)
Jose Mourinho (Inter Milan/Real Madrid)
Oscar Tabarez (Úrúgvæ)
Louis Van Gaal (Bayern München)
Bert van Marwijk (Holland)
Arsene Wenger (Arsenal) 


mbl.is Hver verður þjálfari ársins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála. Mér finnst Jose eiga þetta skilið. Hann er búinn að sanna sig sem einn sá besti. Vona að hann endi ferilinn á Englandi hjá mínu liði (M.U.) 

Ragnar Karlsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 17:13

2 identicon

þetta verður jose mourinho eða del bosque. þeir unnu stærstu mótin á árinu þannig að þetta ætti að verða annar hvor þeirra. ég held reyndar soldið með mourinho í þessu vali því inter fór erfiða leið í úrslitaleikinn í meistaradeildinni og vann sýna mótherja þvert á spár því inter var t.d. underdog á móti barcelona svo dæmi sé tekið. þetta væri kærkomið fyrir hann held ég. það sést heldur betur hvað hann er fær þjálfari stefnir í að rústa spænsku deildinni og er með fullt hús í meistaradeildinni. hann virðist vera búinn að búa til maskínu úr þessu real madrid liði. töluðu um það á sky um daginn að hann væri búinn að breyta sýnum stíl aðeins frá chealsea dögunum yfir í sóknarþenkjandi bolta, varnar grunnurinn er reyndar mjög góður þeir hafa besta markmann heims og svo eru miðverðirnir saman í landsliði portúgal og mynda gott par svo eru khedira og alonso fyrir framan þannig að vörnin er klár. það er því ekkert annað hægt en að spila blússandi sóknarbolta enda eru þeir að skora hvað ca 3 mörk í leik hið minnsta :)

þórarinn (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 17:13

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Mourinho er snilingur piltar ekkert meira um það að segja. Hef dáðst að honum síðan ég las grein um hann fyrir nokkrum árum í Champions blaðinu um meistaradeildina þar sem farið var yfir feril hans fram að þeim tíma, þá var hann að mig minnir á sínu fyrsta ári hjá Chelsea, frekar en öðru - magnaður karakter sem ég er viss um að er gaman að fá að eyða kvöldstund með og ræða um boltann.

Gísli Foster Hjartarson, 26.10.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.