Skref í rétta átt

Það verð ég að segja að þetta er skref í rétta átt. Gott ef að menn eru að reyna að leita lausna til að takast á við þennan vanda. Hann er hvorki léttur né auðleystur svo mikið er víst. Verðum við því ekki að reyna að gleðjast yfir þessu og vona að þetta hjálpi einhverjum að takast á við þá erfiðleika sem hann/hún/þau eiga við að glíma.

Annars var ég nú í spjalli í dag að velta því upp með fólki hvort siðferðið og samkenndin í fólki væri ekki á háu stigi hér á landi. Hér er fullt af fólki sem á yfirdrifið nóg af seðlum. Fólk sem veit vart aura sinna tal. Fólk sem hafði pening af öðrum í góðærinu og jafnvel er að fá afskriftir og þar fram eftir götunum. Ætli þessu fólki hafi ekki dottið í hug að leggja einhver hundruð þúsunda, já eða jafnvel milljón/ir í batterí eins og fjölskylduhjálpina á þessum erfiðu tímum. Gleymum því ekki að sumt af þessu fólk sem á í gríðarlegum erfiðleikum að hluta til vegna glæfralegrar framgöngu þessa efnaða hóps.


mbl.is Stefnt að hærri fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

þú veist það að þetta fólk sem á svona mikið af peningum, á svona mikið því það er duglegra en við hin, og þar að leiðandi betra en rest og hafið yfir hina, því auðvitað hlítur ástæðan að vera fyrir því að fólk á ekki pening, að fólk sé húðlatt og eða sé pakk í eiturlyfjum sem reynir að svindla og stela og misnota kerfið. 

 ég skrifa þetta í kaldhæðni, en skilst samt að svona hugsi "sumir" og því detti þeim ekki í hug að hjálpa næsta manni.

GunniS, 4.11.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband