Forvitnilegt

Það verður forvitnilegt að sjá hverjar niðurstöður þessa þjóðfundar verða. Þarna munu koma fram tillögur sem munu svo verða skoðaðar af  þeim fulltrúum þjóðarinnar sem kosnir verða á stjórnlagaþingið sem hefjast á í febrúar 2011.  ...um þjóðfund segir:

Tilgangur Þjóðfundar 2010 er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni.Stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing þegar það kemur saman í febrúar 2011, ásamt eigin hugmyndum.

Hlutverk stjórnlagaþings er

.....að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og semja frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga. Frumvarpið verður síðan sent Alþingi til meðferðar, eins og núgildandi stjórnarskrá kveður á um. Þátttakendum á Þjóðfundi gefst þannig einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stjórnarskrá lýðveldisins með hugmyndum sínum og almennum umræðum.

Við Eyjamenn eigum fulltrúa á  þjóðfundi það verður gaman að heyra hvað þeir hafa um þetta að segja þegar fundurinn er yfirstaðinn.


mbl.is Þjóðfundur er hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband