Hvað ætli íslenskir....

...pistla höfundar sem hraunað hafa yfir Roy Hodgson síðustu vikurnar segi núna? Liverpool skútan allt í einu kominn með dælurnar í gang og það virðist vera að nást gott jafnvægi á skipið. Hvort það endist veit ég ekki en vona það þó, ekki veitir af fjölbreyttninni þarna við toppinn - já ég veit að það eru nokkur stig í það að Liverpoll sjái í aftur endann á þeim liðum sem flestar stigatröppurnar hafa klifið.

Að öðru en samt Liverpool tengdu. Það verður gaman að hitta Bigga Sveins þegar hann kemur til baka, en hann fór með fjölskylduna á völlinn í Englandi um helgina. Old Trafford í gær Anfield í dag. Fjölskyldan sem skiptist á milli United og Liverpool ætti að geta borðað í rólegheitunum í kvöld þar sem bæði liðin unnu!!!


mbl.is Torres með tvö í sigri Liverpool á Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já góður sigur í dag..en ég sá og sé aldrei leikina,nema að ég fari að heiman:)

Já það er aldeilis glæsilegt að geta ná tveimur leikjum í ferð..

En gott að fjölsk... er BARA tvískipt í liðum,hehe:)

Systir vor og fjölsk...í Grímsnesinu góða er þrískipt..

Faðirinn Liverpool,móðirinn og miðsonurinn Chelsea,elsti sonurinn og yngsti Man.utd...

Prinsessan litla reynir svo að stilla til friðar þegar þess þarf,og hefur(hafði)nóg að gera,hehehe:)

Kveðja..

Halldór Jóhannsson, 7.11.2010 kl. 18:41

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hahahaha - já þetta er skrautlegt víða og örugglega oft fjör á ýmsum bæjum. Var að setja inn skoðunarkönnun hér vinstra megin á síðunni - stóla á þig félagi ;-)

Stelpan mín segjist alltaf halda með United en ef ég er nálægt segjist hún líka halda með Brighton (enda skráð í klúbbin og rosa ánægði þegar póstarnir koma þaðan¨, þeir mega eiga það að þeir senda afmæliskort, áritaðar myndir og svoleiðis ) ....og svo segjist hún líka halda smá með Crewe - en þetta gerist þegar ég er nærri

Gísli Foster Hjartarson, 7.11.2010 kl. 18:54

3 identicon

Ég brosi hringinn........loksins Njóta skal augnabliksins.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 20:23

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Augnabliksins!!! aldeilis búið að vera fínt gengi síðust daga. - svo er könnun hér til vinstri frænka

Gísli Foster Hjartarson, 7.11.2010 kl. 21:07

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Liverpool verður vonandi ekki eins og landeyjarhöfn..

Óskar Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 21:22

6 identicon

Þetta er það sem við(ég) sem höfum hraunað yfir Hodgson höfðum að segja http://www.kop.is/2010/11/07/17.51.43/

Hann var með liðið í næst neðsta sæti og átti svo sannarlega allt það skítkast sem hann fékk fyllilega skilið. Rétt eins og hann á hrós skilið fyrir leik eins og í dag.

Þó til lengri tíma litið sé þetta ekki upplag sem ég vill sjá hjá Liverpool á Anfield. 

Babu (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 21:44

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er viss um að Liverpool aðdáendur vonast til þess að það verði hægt að stóla meira á liðið heldur en Landeyjahöfn það sem af er hausti/vetri Óskar. En kannski að við séum að horfa fram á ferskleika á báðum stöðum á næstu mánuðum.

Babú get alveg tekið undir að Hodgson hafi ekki byrjað vel með liðið í haust en ég veit ekki alveg hvernig þú tekur því en ég held að karlinn geti alveg náð ágætum árangri þarna. En þó svo að ég sé ekki Liverpool maður þá væri ég nú til í að sjá þetta fornfræga lið fara að vinna ensku úrvalsdeildina.    ...en við skulum sjá hvað nýjir eigendur gera fyrir liðið, vonandi heldur Eyjólfur áfram að hressast

Gísli Foster Hjartarson, 7.11.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.