15.11.2010 | 08:06
22 3ja stiga körfur!!!
Það var flug ásólarliðum í nótt í Staples Center. Menn settu niður 22 3ja stiga körfur, metið er 23 sem Orlando setti gegn Sacramento í janúar 2009, í 40 skotum. Jason Richradson með 34 stig og 8 fráköst. Nash með 21 stig og 13 stoðsendingar. Channing Frye kom heitur inn af bekknum og gerði 20 stig og tók 6 fráköst og tyrkinn Hedo Turkoglu gerði 17 stig.
Þetta var fyrsti sigur Suns í Staples center 17 janúar 2008 og nú er sigurhlutfallið 5-4 sem er ánægjulegt. Grunar að frændi minn Gísli Gunnar Geirsson hringir ekki í dag og félagi Björn Einarsson suður með sjó verður hljóður fram undir hádegi.
![]() |
Lakers tapaði á heimavelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ein villa þarna í fréttinni því það voru ekki Miami sem töpuðu fyrir Atlanta heldur Minnesota, það er smá munur á því sko.
Davíð Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 10:42
....já einhver smá munur - hahaha
Gísli Foster Hjartarson, 15.11.2010 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.