29.11.2010 | 22:23
Mourinho mórauður
Það er ég hræddur um að félagi Mourinho sé búinn að hrauna yfir mannskapinn eftir þessa rasskellingu. Svona upprúllun á náttúrulega ekki að þekkjast í svona leikjum. Það hefur eitthvað klikkað í aðdraganda og upplögn á leiknum hjá meistaranum. Ég sem þóttist vera góður í dag með 2-2 spá en fékk sömu meðferð á Real Madrid piltarnir ærlega rasskellingu. Verst að mér leiddist það ekkert því þo ég sé Valencia maður þá líkar mér nú betur við Barca en Real.
Stórsigur Barcelona í El Clásico | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki leiðinlegt að þjálfarómyndin skyldi þurfa að lúta í gras. Hrokinn sem skín af mannfýlunni kemst til tunglsins. Minnir mig á einn íslenskan þjálfara sem heldur að hann eigi heiminn og gott betur.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 22:29
Mourinho er snillingur frænka. Hann er ótrúlegur, þó hroki hans lýsi stundum upp nágrennið, þá fyrirgef ég honum það af því að það er oft svo gaman að hlusta á hann og vangavelturnar. ......það eru svona "fígúrúr" sem valda því að maður fylgist spenntur með.
Gísli Foster Hjartarson, 29.11.2010 kl. 22:40
Sit frekar og glápi á vegg heldur en að fylgjast með liði sem hann stjórnar spila. Hann er ömurlegur:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 22:46
Ég leyfi mér að vitna hér í Halldór Bragason, blúsmögur þjóðarinnar:
The Special One is the beaten one. :-)
Kristinn Karl Brynjarsson, 29.11.2010 kl. 22:50
Já SAELL, svona er bara fótboltinn ??? VID ERUM BESTIR ;))
Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 29.11.2010 kl. 23:40
Sæll Gísli. Ég var nú líka að vonast eftir jafnari leik, frekar svekktur þar sem ég er nú frekar Real maður, annars frábær spilamennska Barca og liðsandinn til fyrirmyndar.
Óskar Sigurðsson, 29.11.2010 kl. 23:43
Þetta var fótbolti 101 hjá Barca. Real kom varla við boltann í leiknum. Hrein unun að horfa á þetta. Get varla séð eitthvað lið toppa þetta, þetta er náttlega maraþon en hvernig Barca er að spila þessa dagana gerir þá mjög sannfærandi til að vinna alla titla í boði í ár. C. Ronaldo sagði þeim að reyna að skora 8, þeir voru mjög nálægt því með 5 :)
Þórarinn Snorrason, 30.11.2010 kl. 04:17
Gunnlaugur njóttu - gaman að vera í Barcelona núna. Magnað fótboltalið sem börsungar eiga, gott að þeir spila ekki svona í hverri viku - þá væri lítið gaman hjá öðrum liðum.
Óskar er þetta blandan. ÍBV, United og Real? 3 stórlið hvert í sínu landi Real er með flott lið en það er í boltanum eins og í hinu daglega lífi hjá okkur öllum að maður á ekki altaf góðan dag.
Þórarinn það hefði verið svakalegt hefðu þeir stungið 8 kvikindum upp í C. Ronaldo
Gísli Foster Hjartarson, 30.11.2010 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.