Burtu med hana

Tad a ad lata tessa blessudu verdtryggingu fara nidur i holraesid og tad hid fyrsta. Otlandi vitleysa tetta lanaumhverfi a landinu. Vaeri gaman af fa samanburd vid einhverjar tjodir i evropu og mida vid lan til husnaediskaupa sem tekin voru fyrir kannski 10-15 arum.
mbl.is Dregið úr vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1 identicon

Þetta er álíka og taka dauðvona manni blóð til að lækna. Þjófnaðurinn heldur áfram í skjóli stjórnvalda meðan vísitalan er ekki tekin strax úr sambandi og verðtryggingin afnumin. Á meðan erum við ekki siðmenntuð þjóð á meðal þjóða. Stjórnvöld hafa boðað hækkaða skatta og gjöld. ÞETTA FER BEINT INN Í VÍSITÖLUNA OG HÆKKAR LÁNIN! Þó að hækka þyrfti vexti e-ð á móti væri það mun skárra. Þá væri þessi víxlverkun rofin og hægt væri að gera RAUNHÆFAR áætlanir fram í tímann. Gjaldmiðilinn má auðveldlega tengja við aðrar myntir.  Þetta hafa mikils metnir hagfræðingar staðfest. Púkann á fjósbitanum verður að kveða niður STRAX!. Það sem vantar er vilji. Vilji ræningjanna og vitorðsmanna þeirra. LÁTUM EKKI MERGSJÚGA OKKUR!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þó fyrr hefði verið Gísli ! vextir almennt í Evrópu eru þetta á bilinu 4 til 6% á húsalánum, en svo eru allskonar neyslulán eins og kredittkort ofl. sem bera gjarnan mun hærri vexti, en allt er þetta án verðtryggingar, annarrar en þess að seðlabankarnir ákvarða stýrivexti allt eftir neyslu og verðlagi, þeir eru svo lagðir til grundvallar útláns (og innláns) vöxtum til lántaka.

Kv. KH

Kristján Hilmarsson, 3.12.2010 kl. 18:39

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Og sú mýta að lífeyrissjóðirnir fari á hausinn er hlægileg. Þeir einfaldlega laga sig að þeim aðstæðum sem eru hverju sinni. Það að afnema verðtrygginguna kennir einnig fjármagninu að haga sér. Mokstur á peningum inn í hagkerfið að hálfu bankanna verður liðin tíð, því að þeir sjálfir munu tapa mest á því að hafa ójafnvægi í hagkerfinu.

Að hækkun á lottómiða auki skuldir almennings um milljarða er arfavitlaus skulda- og eignastýring í hagkerfi heillar þjóðar. Að sjálfsögðu á lánveitandinn að taka vaxtaálag af þeim peningum sem hann lánaði. Með því er hann jafnframt að segja að hann beri ábyrgðina á mögulegu útlánatapi. Annars myndi hann ekki þurfa að láta lánið bera vexti. Það verður einnig að halda því til að þeir eiga að sjálfsögðu að vera mis háir eftir eigna- og fjárhagsstöðu lántakanda, því hagur lánveitandans er að fá lánið endurgreitt að sjálfsögðu.  En að lánveitandinn skuli hafa beinan hag í því að setja hagkerfið á bálið og hita það duglega er einfaldlega of vitlaust til að hafa fleiri orð um það.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.12.2010 kl. 19:47

4 identicon

Hann stækkar hópurinn sem gerir sér grein fyrir þessu. Nú þarf að setja undir sig hornin og láta verkin tala gegn mergsugunum!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband