11.12.2010 | 08:49
Einhverjar eru nú áhyggjurnar
Aidy greinilega orðinn hræddur um að missa Aron Einar í annað lið fyrr en hann reiknaði jafnvel með. Hann er kominn í þennan klassíska leik að segja að samninga viðræðurnar strandi vegna draumsýnar umboðsmanns Arons Einars. Félagið greinilega ekki á leiðinni að fara að hækka sig mikið í viðbót úr því sem komið er svo kannski er bara kominn tímiá að leiðir skilji ef að umboðsmaðurinn er að fara fram á svona svimandi upphæðir. Ekki það að ég sé viss um að svo sé. Þessi samlíking sem að Aidy notar er nokkuð brött og ef einhver trúnaður væri íhenni þá ætti nú drengurinn að skipta um umboðsmann eða umboðsmaðurinn að taka geðlyfin sín áður en hann fer út úr húsi á morgnanna!!!
Spurningin í þessu máli er að mínu mati einföld. Hefur strákurinn náð að spila þannig að önnur lið hafi raðað sér upp og bíða eftir að krækja í hann? Aidy verður að svara þessu fyrir sjálfan sig og sitt félag. Umboðsmaðurinn og leikmaðurinn þurfa að vera vissir um að það að skipta um lið núna sé rétt skref til að eiga farsælli feril. Þessum spurningum get ég ekki svarað en ég hlakka til að sjá hver niðurstaðan verður.
![]() |
Aron fær ekki sömu laun og Rooney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.