ESB sinnar í dularg.......

Er þetta en ein leiðin til að nálgast ESB?

Má svo sem breyta klukkunni mín þarf ekki einu sinni að eyða löngum tíma og peningum í kynningu á því.


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Hvað í ósköpunum kemur þetta ESB við ?   Ef það væri verið að ræða um að taka upp árlegar breytingar á klukkunni í evrópskum stíl, eða að festa klukkuna við Brusseltíma - já kannski .... en hér er verið að ræða breytingu í hina áttina, að lagfæra klukkuna að réttum sólargangi og færa okkur nær Bandaríkjunum.

Púkinn, 14.12.2010 kl. 14:49

2 identicon

Ekki vera vondur við litla einangrunarsinnan, hann getur ekki að því gert að hann er fúll á móti öllum hugmyndum, hvort sem hann skilur þær eða ekki, það er bara svo sterkur Bjartur í Sumarhúsum í þeim öllum greyjunum.

Alex (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:59

3 identicon

í guðanna bænum ... hvernig er hægt að blanda pólitík við þetta... þannig er það nú að nánast helmingur ef ekki helmingur landsmanna er haldinn þunglyndi og skammdegis þunglyndi og þegar það er bjart dregur verulega úr þeirri líðan...

Óðinn (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:54

4 identicon

Skil ekki hvað Gísli er að blanda ESB inn í þetta, kemur því ekkert við. 

Óðinn: með því að bakka klukkunni um einn tíma þá verður skammdegið enn dimmara og fólk fær enn minni skammdegis birtu.

Flestar þjóðir Evrópu eru hundleiðar á þessu, einnig eru ekki öll fylki Bandaríkjanna sem breyta klukkunni. Sum eru með sama tíman allt árið eins og ísland. 

Arnar (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:59

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég vissi að ég næði einhverjum upp með nettum svona pælingum - Þetta truflar mig ekki neitt. Kemur engri pólitík við eða neitt í þá áttina datt þetta bara í hug og ákvað að láta á það reyna hver viðbrögðin yrðu. Vissi að það myndi gleðja einhverja.

Gísli Foster Hjartarson, 14.12.2010 kl. 16:01

6 identicon

Ég get nú ekki séð hvernig þetta kemur ESB nokkurn skapaðan hlut við.

En þetta er augljóslega svo vanhugsað að það er engu líkt. Ef þú flýtir klukkunni til þess að það birti fyrr, þá dimmir líka fyrr. Það verður dimmt nákvæmlega jafn langan tíma, skiptir engu máli hvað klukkan er. En hitt er annað mál að þetta þýðir það að á sumrin kemur til með að kólna fyrr á kvöldin og ekki jafn gaman að grilla fyrir vikið. Nær væri að seinka klukkunni til þess að halda í hitann á meðan fólk er í fríi frá vinnu.

Varðandi skammdegisþunglyndi þá verð ég nú að segja að það er fyrirbæri sem ég hef aldrei skilið. Og ég spjallaði reyndar við sálfræðing í hófi um daginn og hann sagði mér að skammdegisþunglyndi sé ekki til, sérstaklega ekki á meðal Íslendinga sem aldnir eru upp við það að það er dimmt á veturna og bjart á sumrin. Þunglyndið stafar af veðri og kulda en ekki myrkri og það get ég skilið mun betur. Nú er hins vegar þannig komið fyrir okkur að það er ekki einu sinni snjór hérna (á Suðurlandinu allavega) nema rétt tvo mánuði á ári ef það þá nær því.

En tek undir með Arnari, það eru flestir orðnir hundleiðir á þessu tímaflakki í Evrópu og Bandaríkjunum þótt hér sé reyndar verið að tala um að seinka klukkunni varanlega.

Ingi Björn (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 16:08

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Arnar og Ingi Björn. Svo ég blandi mér nú í þessa umræðu um skiptingar þá veit ég að kunningjum mínum í Englandi finnst okkar kerfi mun betra. þ.e.a.s. að vera ekkert að breyta klukkunni.

Skemmtileg pæling þetta með þunglyndið Ingi Björn. 2 mánuðir af snjó í Eyjum yrði nú bara ótrúlega gott - hér heyrir maður samt talað um fullt af fólki sem á við þetta skammdegisþunglyndi.

ESB kemur þessari umræðu ekkert við setti það inn af annarri ástæðu!!!!!

bestu kveðjur til ykkar allra

Gísli Foster Hjartarson, 14.12.2010 kl. 19:51

8 identicon

Klukkan okkar er konstant GMT sem þýðir að hún er heldur á undan. Við erum sem sagt að fara fyrr á lappir en við höldum miðað við sólargang.

ESB sinnar hafa viljað samæmingu í hina áttina, sem er enn meiri sólarskekkja fyrir okkur. 

Þessi tillaga myndi hins vegar færa okkur (VIÐSKIPTALEGA) nær USA gagnvart vinnutíma. Svo væri klukkan líka réttari.

Mín tillaga væri nú bara status quo, - ekki alveg rétt, engar klukkufæringar eða hræringar, bara gamla góða gmt.

nb....gmt er ekki breska klukkan að sumri.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 21:37

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað er klukkann ?

Óskar Þorkelsson, 14.12.2010 kl. 23:47

10 identicon

Þetta kallast að "trolla"

http://en.wikipedia.org/wiki/Troll_Internet

Og tókst svona vel upp hjá honum líka :)

Tryggvi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.