Ekki bara trú sem er að tapast...

það er ekki bara trú fólks á stjórnmálaflokkana sem er að tapast þessi misserin heldur líka peningar eins og sjá má á þessu. Svo eru þessir flokkar með sjálftöku úr ríkissjóði, það eitt og sér pirrar mig og nokkra aðra sem ég þekki!
mbl.is Tap hjá stjórnmálaflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú misskilur, þetta eru mjög góðar fréttir, að þeir skuli ekki hafa skilað ársreikningum á réttum tíma. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þýðir það nefninlega að þeir missa réttinn til fjárframlagsins frá ríkinu. Þar spöruðust 304 milljónir í ríkisútgjöldum ársins 2011 á einu bretti. Jibbý!

Hinsvegar voru aðeins ein stjórnmálasamtök sem skiluðu ársreikningi á réttum tíma: Samtök Fullveldissinna.

Samtök Fullveldissinna voru líka önnur af tveimur stjórnmálahreyfingum sem voru ekki rekin með tapi 2009 heldur skiluðu pínulitlum afgangi.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 20:25

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það væru gleðitíðindi Guðmundur ef svo er. Kemur svo bara ekki í ljós að þeir höfðu fengið einhverja undanþágu útaf veikindum bókara eða eitthvað?

Gísli Foster Hjartarson, 17.12.2010 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem aðili að málinu er ég með þetta í athugun, meðal annars til að kanna réttarstöðuna ef þeir greiða sér þessa peninga í trássi við lög og reglur.

Það yrði saga til næsta bæjar ef gömlu flokkarnir yrðu dæmdir fyrir sjálftöku og yrðu af þessum fjárveitingum sem nema um 60-70% af tekjum þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.