18.12.2010 | 07:27
Þitt er valið
Er þetta ekki einfallt. Það hlýtur að vera að mestu leyti í höndum Hönnu Birnu hvað hún vill gera. Veit náttúrulega ekkert hverju hún bjóst við en finnst þessi hugmynd að hafa hana sem forseta borgarstjórnar góð og allra góðra gjalda. Hafði nú mikið gaman svona úr fjarlægð hversu margir íhaldsmenn urðu pirraðir þegar hún tók að sér starfann, mest megnis voru það svona flokksjálkar sem eru fastir í viðjum vanans og sjá heiminum aðeins út frá augum vinnujállksins á akrinum. Þröngur er sá heimur. En auðvitað er það krystaltært að allir aðilar verða að koma að borðinu með opnum hug og jákvæðni og fullum samstarfsvilja ef svona skipan á að virka sem best skyldi.
En hvað er annars að gerast. Klukkan 5.30 á laugardagsmorgni og Mbl.is farið að birta aðalatriði sunnudagsblaðsins, sem ég verð reyndar að segja að ber höfuð og herðar yfir útgáfu blaðsins í dag sem fer að því er mér finnst ört hallandi fæti. Íþróttadeildin eina deildin sem virðist stöðugt halda höfðinu upp úr vatni.
Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Borginni er best borgið með því að hafa Hönnu Birnu í forystu stjórnarandstöðu óskipta. Staða hennar sem fundaritara Samfylkingarinnar dregur bara úr tíma og orku Hönnu Birnu til að benda á augljóst stjórnleysið í borginni.
Geir Ágústsson, 18.12.2010 kl. 10:06
Sammála Geir
sveinbjörn (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.