21.12.2010 | 06:23
Skelfileg tala
Það held ég að engum detti í hug að þreyta fyrir að þetta er skelfilega há tala, vægast sagt. Var ánægður að heyra um rausnarlega gjöf VSV hér i Eyjum til hjálparsamtaka fyrir þessi jól. Veit að fleiri stór fyrirtæki eru að leggja hellinga á vogarskálarnar og það er óskandi að sem mest af því komi sem flestum til góðs, ekki virðist veita af miðað við þessar tölur. Við erum að tala um að kannski um 7% þjóðarinnar leyti sér hjálpar á þennan hátt séu þessar tölur réttar. Það er ekki bara há tala heldur alltof há. ...tek það fram að þetta er ekki vísindalega reiknuð % tala bara svona miðað við að þarna sé kannskium að ræða 4 manna fjölskyldur að meðaltali.
![]() |
Búast við 6.000 fjölskyldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.