22.12.2010 | 07:36
Sér grefur......
Jú jú hann skilaði dollu í kot um síðustu helgi og var með galgopa yfirlýsingar í kjölfarið. Blessaður karlinn látinn fjúka í jólahreingerningunum hjá Internazionale. Ég skal alveg viðurkenna að ég hefði pínu trú á karli eftir góða hluti hjá Valencia á sínum tíma en síðan eru liðnir nokkuð margir mánuðir og hann virðist bara renna stöðugt niður brekkuna. - ja allavega síðustu 3 ár.
Það sem mér persónulega finnst allra skondnast við þetta er sá punktur sem ég las í World Soccer um daginn þar sem vitnað var í Benitez og hann sagði eitthvað á þá leið að það væri nú eitthvað annað að sitja og ræða fótbolta við Massimo Moratti eignada Internazionale heldur en Hicks og co sem áttu Liverpool því Moratti hefði vit á fótbolta. Ætli það að Moratti hafi vit á fótbolta sé þá ekki ástæðan fyrir því að Benitez er núna atvinnulaus?
Inter rak Benítez | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rafael Benitez er það sem kallað er Hýena. Hann hefur komist langt á því að taka við góðum liðum og gera þau að meisturum, sbr Valencia og Liverpool.. hann tók við frábæru liði Inter og tel ég að jafnvel ég hefði geta látið þetta lið vinna einn ef ekki tvo titla.. hann klúðraði því og á ekki séns í deildinni.. frekar en Liverpool undir hans stjórn.
Það er mér óskiljanlegt að hann skuli fá stórlið til þess að stjórna yfir höfuð.
Óskar Þorkelsson, 22.12.2010 kl. 08:24
Já Óskar þetta er rétt og góð lýsing á honum eins og hanner í dag. En það virðist vera svo að þegar menn á annað borð eru komnir í skúffuna með þeim stóru þá getur verið erfitt að rata þaðan út - þetta má meira að segja sjá í íslensku deildinni. Treysti því að ef að þú færð svona stöðu að þá bjóðir mér stöðu hjá viðkomandi félagi.
Gísli Foster Hjartarson, 22.12.2010 kl. 08:48
auðvitað :)
Óskar Þorkelsson, 22.12.2010 kl. 09:10
Við skulum nú ekki gera lítið úr þeim frábæra árangri að gera Valencia ekki bara einu sinni heldur tvisvar sinnum á þremur árum í deild sem Barca og Real hafa einokað í gegnum tíðina. Að gera síðan Liverpool að Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili er síðan magnaður árangur. En síðustu 2 ár hefur hann stigið mikil feilspor. Gleymum ekki því að það eru einungis 1 og hálft ár frá því Liverpool var í 2. sæti í premier league með 86 stig. Sá stigafjöldi hefði auðveldlega dugað núna til að vinna deildina. Það sem fór með Benitez kallinn var þegar hann fór að tjá sig um Ferguson í fjölmiðlum. Eftir það hefur hann ekki borið sitt barr.
Gummi (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.