4 konur

Í minningunni er það einhvern veginn þannig að ekki hafi það oft gerst að fjórar konur séu á topp 10. Það leiðréttir mig þá einhver ef ég hef rangt við. Í fljótu bragði virðist þetta hafa verið ósköp flatt íþróttaár. En Hlynur Bæringsson hlýtur að enda á meðal 5 efstu. Treysti mér ekki að svo stöddu til að spá í hver gæti þurft að burðast heim með þennan skelfilega grip.
mbl.is Tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Dularfullt í meira lagi að KKÍ hafi ekki valið Hlyn sem þeirra fremstann..

Helena Sverris...kemst ekki inn á topp 10..????

Ekki var hún léleg...

Ég hefði ekki sett Aron Pálmars í topp 10.

Hlynur,Hólmfríður og ég geri kröfu/vonast um að Alexander komist í topp 3..

Mér finnst að þeir/þau sem bæta sig eins og td Hlynur og Hólmfríður hafa gert...eigi eiga meiri séns á þessum skelfilega grip frekar en Óli Stef...sem er alltaf góður..allavega bætir sig ekki..

Nú fæ ég að heyra það....:)

Bestu kveðjur...

Halldór Jóhannsson, 23.12.2010 kl. 10:16

2 identicon

Veit ekki með Hólmfríði, Margrét Lára hefur verið þarna enda mun betri leikmaður en Hólmfríður.  Hólmfríður er frekar eins og tennisspilari frekar en knattspyrnumaður.  Hún og Óli eru eins og svart og hvítt, hugsa annars vegar um sig og hins vegar um liðið og því held ég að Óli ætti frekar að vera í topp 3 en Hólmfríður enda bæði í hópíþrótt þar sem það snýst um að vera góður í hóp.  Gylfi kemur sterklega til greina, skaut okkur í úrslit EM og hefur staðið sig vel í þýskalandi og í Englandi.  Sammála með Helenu.  Hún ætti tvímælalaust að veraí topp 5 frábært ár hjá henni og það besta hingað til.  Miðað við flatt íþróttaár þá ætti hún að eiga möguleika núna þar sem hún toppaði en nei.. fjórir handboltamenn enda brons á EM en gull í fimleikum skilaði einni stelpu.. veit ekki hvort hún er meira að segja í þeim hóp.

bibbi-tinna (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 10:39

3 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Íris Mist var í hópnum sem vann EM gullið og hún er ein fremsta fimleikakona Evrópu í hópfimleikum. Framkvæmdi erfiðustu stökkin í kvennakeppninni.

Ég hefði líka ef til vill viljað sjá Ásdísi Hjálms þarna á listanum og Helena ætti heima þarna líka. En maður veit svo sem ekki hver ætti þá að fara út af listanum í staðinn...

Ásthildur Gunnarsdóttir, 23.12.2010 kl. 12:27

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gylfi eða Alexander verða fyrir valinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 15:50

5 identicon

Hlynur varð bikar og íslandsmeistari á þessu ári, en það má ekki gleyma því að hann er að brillera í Svíþjóð, hann er með besta framlag í sænsku deildinni og flest fráköst að meðaltali í leik. En körfuboltamaður verður aldrei kosinn íþróttamaður ársins miðað við hve fáir íþróttafréttamenn eru körfuboltamenn, enda umfjöllun um körfubolta eftir því.

ef þið veljið 'Effektivitet' þá sjáið þið Framlag.

http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SvenskaBasketligan/Statistik/Spelarstatistik/?league_id=4079

Kári (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 19:54

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Körfuboltamaður HEFUR verið kosinn íþróttamaður ársins

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 21:24

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kári þetta er nú ekki flókið Hlynur er einfaldlega frábær körfuboltamaður. En tel samt líkurnar á að hann vinni ekki miklar því miður.

Gísli Foster Hjartarson, 23.12.2010 kl. 21:39

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Mér finnst bara hann Alexander ekki fá þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið..ódrepandi leikmaður lagt meir á sig en 100%..spilaði kjálkabrotinn eins og frægt var og ekki er hægt að gleyma atriðinu fræga þegar hann flaug allann völlinn og stal boltanum á mjög svo krítísku augnabliki:)

Meir horft á markaskorara.. og Óla með sitt bíb bíb,heheh:)

Halldór Jóhannsson, 24.12.2010 kl. 00:28

9 identicon

Ég spyr hinsvegar, hvar er Gunnar Nelson á þessum lista?

Vil annars sjá Lexa eða Hlyn taka þetta úr því að Helena og Gunnar eru ekki á listanum

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband