26.12.2010 | 10:37
Rugl frétt er þetta
Það er ég hræddur um að Dabbi krull og yfirmenn á mbl þurfi að fara að taka í hnakkadrambið á blaðamönnum þarna hjá sér. Það er orðið nánast daglegt brauð að menn birta innistæðulausar fréttir og nánast sk´´alda upp fyrirsagnir og annað til þess eins væntanlega að geta sagt að þeir hafi fengið klikk á fréttina sína. - Blaðamenn verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki bloggarar. Fréttin segir
Erill hjá lögreglunni í Eyjum
Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt, en þar var veður einna verst á landinu. Þar að auki voru skemmtistaðir opnaðir eftir miðnættið og líf og fjör var því í bænum þrátt fyrir veðrið.
Allt gekk þó stóráfallalaust fyrir sig og fór skemmtanahaldið vel fram að sögn varðstjóra.
Sá snjór sem var í Vestmannaeyjum er nú á bak og burt en ekki varð vart við tjón vegna fjúkandi hluta eða vegna vatnsaga.
Þarna gefa menn í skyn í fyrirsögn að erill hafi verið hjá lögreglu en samt gengur fréttin út á að ekkert hafi í raun gengið á því allt fót vel fram. - Rugl er þetta. Hver var þessi erill? Mætti ég biðja viðkomandi blaðamann að taka inn lýsið sitt áður en hann fer í vinnu á morgnanna?
Erill hjá lögreglunni í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru önnur lög í Vestmannaeyjum en annars staðar á landinu ?
http://www.althingi.is/lagas/136a/1997032.html
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/12/26/brutu_log_um_helgidagafrid/
hmm (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 13:08
Ja hefst ekki nýr dagur á miðnætti? Enginn staður opnar fyrr en eftir miðnætti og þá er víst kominn annar í jólum skilst mér. Menn hafa síðustu ár leyft opnun á þeim degi. Annars held ég að einu lögin sem hér eru sem ekki tilheyra öðrum lögum eru Þjóðhátíðarlög, en þau leyfist nú samt að nota allsstaðar.
Gísli Foster Hjartarson, 26.12.2010 kl. 13:47
II. kafli. Um helgidagafrið og helgidaga þjóðkirkjunnar.
2. gr. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina:
1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.
Lykilatriði hér er "... jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags"
Mjög sérstakt misræmi í löggæslu hér á landi. Skemmtistaðir lokaðir á einum staðnum, en "skemmtanahald gekk vel" á öðrum stað.
hmm (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 19:00
Þá hefur þetta misræmi átt sér stað í nokkuð langan tíma. Þetta er búið að vera hér í einhver ár ef mig misminnir ekki, ekki það að þetta trufli mig neitt sérstaklega en é gman að það var umræða um þetta hér í fyrsta skipti sem þetta var leyft. Ég hélt nú að þetta opna eftir miðnætti stand væri á fleiri stöðum en hér í Eyjum en svo er kannski ekki.
Gísli Foster Hjartarson, 26.12.2010 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.