Engin kreppa - bara hamingja!!!!

Get ekki sagt að þetta komi mér neitt sérstaklega á óvart - þrátt fyrir að hér sé allt í "kaldakoli" ef marka má stjórnmálamenn, sérstaklega stjórnarandstöðu. Ég fór í sumarfríið mitt í byrjun desember, 5 dagar í London. Fínt frí þegar ég kom heim var mikið líf og fjör í fríhöfninni sem þétt skipuð var farþegum úr hinum og þessum flugum, allir að versla.

Hvernig var t.d. með alla þessa jólatónleika sem uppselt var á miðar á tæpar 12 þús. krónur runnu út eins og þetta væru 1200 krónur ekki 12 þúsund - Er kreppa?

En ég er ekki hissa þó fólk versli erlendis. Ég sá áðan Blue Ray spilara á tilboði 49.900 (rétt verð stóð 74 og eitthvað minnir mig, einhverjir myndir fylgdu held ég með) Ég sá Philips Blue Ray spilara í London og 3 myndir fylgdu 99 pund - jebb undir 20 þúsund. Ipod touch kostaði 35 þús í London ekki á tilboði skilst að slíkir spilarar séu á um 55 þús miðað við sama GB. Geisladiskar kosta hér heima rúmlega 3 þúsund,  Hægt var að velja um haug og helling af tveimur fyrir 10 pund í London (1850) - samt var um að ræða marga af vinsælustu diskum þessa árs. Gallabuxur í Next í London 25 pund skilst að gallabuxur hér heima séu á 10 þús í sama flokki - hef samt ekki kannað það.

Athugið við erum að tala um þessi verð erlendis þrátt fyrir hrun krónunnar.

 


mbl.is Kortavelta eykst milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband