1.1.2011 | 22:04
Vinsæl ríkisstjórn!
Það verð ég að segja að fylgi ríkisstjórnarinnar er mjög gott þessa dagana. Samkvæmt fréttum, andstæðingum og spjallvefjum er allt sem hún gerir alveg afleitt og ekki til neins. Því hlýtur það að fá 37% stuðning að flokkast sem stórsigur. Ekki slæmt að byrja árið á sigurbraut!!!!
Ríkisstjórnin með 37% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En sjáið, svona er "nýja fólkið": Þór Saari heimtaði fram á síðasta dag "lausn" á skuldum heimila sem kostað hefði Ríkið (almenning) minnst 220 milljarða, og sett Ísland - um áratugaskeið - í slíka fátækt og niðurskurðarþörf að margfalt fleiri heimili hefðu farið fram af brúninni. Daginn eftir, er aðgerðir voru kynntar, kvað Saari þær engu breyta því 6 milljarðar lentu á Ríkinu, þe almenningi! Það þótti Margréti í sama flokki nískt af Ríkinu! Þetta er fólk sem greinilega ætti að treysta fyrir fjármálum þjóðarinnar, enda er þetta jú akkúrat það sem Íslendingar í barnaskap sínum trúa á eins og jólasveininn: þe þetta er NÝTT FÓLK. Og þetta (Hreyfingin) er meiraðsegja mestmegnis KONUR, en konur eru jú annar jólasveinn sem þessi bjánaþjóð trúir á.
asdis o. (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:07
Já, þetta er stórmerkilegt. Getur verið að brain-drainið hafi verið *svona* mikið? Hvað fluttu eiginlega margir í burtu?
Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2011 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.