Það er 2011 er það ekki?

Stundum er erfitt að setja sig í spor þeirra sem að maður ekki þekkir. Er hræddur um að það myndi heyrast hljóð úr horni ef að þetta yrði tekið inn á borð í ríkisstjórn Íslands eða tekið fyrir á Alþingi. Ætli fólkinu á Sri Lanka, já og annarsstaðar aðallega þó, þyki það ekki álíka vitlaust að hér vilji menn taka upp umræður um búrkur. Svona er þetta misjafnt eftir því hvar maður er.
mbl.is Íhuga að banna stutt pils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það er 2011 :)

Björn Róbertsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 13:08

2 Smámynd: Vendetta

Íslenzkar konur og stelpur ganga ekki í pilsum og kjólum, nema mjög sjaldan. Íslenzki femínisminn hefur gert útlægt allt sem er kvenlegt, svo sem kynþokkafullan klæðnað og atferli, og í staðinn sett eitthvað sem er kynlaust og dautt.

Talibanarnir ... afsakið ... femínistarnir á Alþingi myndu vilja banna minipils umsvifalaust, ef íslenzkar konur færu að nota þau. Það er ég ekki í minnstum vafa um.

Vendetta, 3.1.2011 kl. 13:22

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Góður punktur Björn vissuelga er komið 2011, tek þetta á mig. Er nú samt viss um að þessi umræða byrjaði allavega á síðasta ári hjá þeim á Sri Lanka - en það er aukaatriði. Þú tókst mig þarna með buxurnar á hælunum.

Vendetta Vissulega er þetta rétt hjá þér. það er nánast búið að útrýma pilsum og kjólum í okkar landi, nema þá við sérstök tilefni. Sammála þér það er dapurt. ....en veit ekki með viðbrögð tali.......nei femínistanna á Alþingi og annarsstaðar ef minnipilsinn myndu koma sterk inn aftur.

Gísli Foster Hjartarson, 3.1.2011 kl. 13:44

4 identicon

Kæru drengir. Þetta er algjört rugl hjá ykkur. Hér á Íslandi er mjög kallt mestallt árið, og því erfitt að klæða sig mikið í pils og kjóla. Ég geri það oft, og fæ skammir frá gömlum mönnum fyrir, sem hafa áhyggjur af heilsu minni í kuldanum, ekkert skuggalegra en það. Ég klæddist slíkum fötum þó mun meira þegar ég bjó erlendis, og sama gildir um flestar íslenskar vinkonur mínar. Ástæðan var einföld, veður leyfði þennan klæðnað!

Lopapeysan (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 01:43

5 Smámynd: Vendetta

Lopapeysa: 

Einu sinni var gamall kall að kvarta undan því í Mogganum, að konur þyldu kulda betur en karlmenn, en fattaði það ekki, að nylonsokkar og sokkabuxur halda hita á fótleggjum að einhverju leyti vegna möskvanna á sama hátt og ullarnærbuxur, en í minna mæli. Þótt kalt sé hér á landi frá september til marz, þá leyfir hitastigið á vorin og sumrin léttan klæðnað, m.a. kjóla og pils. En það sést bara hvergi. Og um er að kenna hálfrar aldar gömlum tepruskap íslenzkra kvenna, sem femínistar hafa síðan magnað upp síðustu áratugina með því að gera kvenleikann og kynþokkann að fúkyrðum.

Ég veit það, að ef ég væri kona, þá myndi ég vilja vera í kjól á hverjum degi.

Vendetta, 4.1.2011 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.