Gera menn of miklar kröfur?

Nú er ekki eins og Liverpool liðið hafi baðað sig upp út titlum síðustu ár og því velt ég því fyrir mér hvort þessar kröfur á Hodgson séu of miklar að svo stöddu. það er ekki eins og Liverpool sé með lið sem er líklegt til þess að landa mörgum dollum eins og er. Það þarf nú meiri vinnu en 4-5 mánuði til að breyta liðinu í sigurlið úr því sem komið var. Veit ekki með ykkur hin en ég hef haft þó nokkra trú á að Hodgson landi titli hjá Liverpool og ætla að halda mig við það - þar til annað kemur í ljós.

En það er svo sem vitað mál að sá aðili sem verður stjóri næst þegar (og ef) Liverpool verður enskur meistari verður tekinn í Guða tölu. Hvort það verður Hodgson sem þá verður í brúnni skal ég ekki fullyrða um.


mbl.is Rush: Hodgson þarf tíma og stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn gera of mikið af körfum.

Jóbbi (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 16:16

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Já menn gera of miklar kröfur. Ég er stuðningsmaður Liverpool og hef verið síðan 1980 og margir stuðningsmenn Liverpool lifa endalaust á 9 áratug síðustu aldar og virðast engan veginn í kontakt við raunveruleikan og halda margir hverjir í einfeldni sinni að Liverpool séu ennþá meðal þeirra bestu.

Ég get ekki verið sammála því. Ef við skoðum klúbbana, fjárhag og leikmenn þá er Liverpool ekki lengur þetta topp 4 lið.

Man City er hrikalega vel mannað og ef það vantar mann hjá þeim þá er buddan opnuð og sá maður keyptur þannig að þeir eiga ekki í nokkrum vandræðum með að fylla upp í þau skörð sem þarf að fylla uppí. City eiga peninga og eru í dag eitt af topp 4 liðunum. 

Man Utd eru ágætlega mannaðir og menn geta kallað O´Shea lélegan eða Fletcher o.sfrv en ég er ekki sammála því. Sir Alex er snillingur, hann er einn allra besti stjórinn sem er virkur í dag og þó að menn séu ekki með hæfileika Messi eða Ronaldo þá skila þeir sínu fyrir liðið. Ferguson veit að þetta snýst um lið og notar sína 11 menn í 11 mismunandi hlutverkum og gerir það vel.
Klárlega eitt af topp 4 liðunum.

Chelsea eru með flotta leikmenn en þeim vantar ákveðna breidd. Þeir eru með gríðarlega góðan stjóra og eiga peninga til að versla menn. Eins og Utd þá er ekki heimsklassa leikmaður í hverri stöðu en stjórinn fær mikið útúr þeim mönnum sem hann hefur. Leikmenn eins og Essien, Lampard, Cech, Terry og fleiri kæmust sennilega í flest lið í heiminum í dag.
Eitt af topp 4 liðunum á Englandi.

Arsenal er lið sem er alltaf afskrifað, ár eftir ár en menn gleyma Wenger. Hann er frábær stjóri þó titlarnir hafi ekki komið inn á færibandi hjá þeim og ég tel helsta veikleika Arsenal vera markmannsstaðan. Þegar þeir fá réttan mann þar inn þá eru þeir í góðum málum. Arsenal spila gríðarlega fallegana bolta oft á tíðum og á sama tíma eru ekki að flækja hlutina um of. Liðið treystir ekki á einn leikmann og hafa marga góða leikmenn innaborðs.
Arsenal er að mínu mati 4 liðið inn á topp 4 listan á Englandi.


Tottenham hafa gríðarlega góðan mannskap og góðan stjóra. Bale er að blómstra undir stjórn Redknapp og margir góðir einstaklingar þarna. Tottenham hafa sótt í sig veðrið og eru vel mannaðir og að mínu mati það lið sem er það 5 besta á Englandi í dag en gætu alveg blandað sér í baráttuna um topp 4 sæti. 

Jæja þá er komið að Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool eiga það til að ofmeta sína leikmenn örlítið oft á tíðum. Við höfum marga góða leikmenn eins og Reina sem er einn besti markvörður deildarinnar, Meireles, Gerrard og Torres og svo Lucas sem hefur tekið miklum framförum. Babel held ég að mundi blómstra í liði eins og Arsenal þar sem hann yrði rétt notaður og að auki fengi séns til að sína sig. 

Vörnin hjá Liverpool er rjúkandi rúst. Vinstri bakvarðarstaðan er léleg og Konchesky ekki neinn gullmoli og ég skil ekki hvað Liverpool menn sjá við Aurelio. Maðurinn kann ekki að verjast og er mun meiri kantmaður en bakvörður að mínu mati. 

Carragher er kominn á aldur og gerir gríðarlega mikið af mistökum.

Soto er einnig kominn á aldur og nýtist best í föstum leikatriðum en lætur oft fara illa með sig. 

Skrtel hefur gleymt hvernig á að spila knattspyrnu. 

Agger er alltaf meiddur og ég sé engan hag í að halda svoleiðis manni frekar en Aurelio enda taka þeir laun fyrir að vera á sjúkraskrá. Agger er samt góður leikmaður en spurningin er hversu lengi mun hann spila. Ég held að hann muni þurfi að leggja skóna á hilluna um þrítugt haldi hann áfram að hafa bakmeiðsli. 

Glen Johnson er eins og Aurelio ekki bakvörður og oft á tíðum hreinn brandari að horfa uppá hann verjast. 

Sem sagt vörnin er í rúst og þannig er það bara. Eigum ágæta leikmenn inn á milli en allur leikur liðsins snýst í kringum 2 leikmenn þá Gerrard og Torres. Fyrrum stjóri og núverandi stjóri virðast ekki með nokkru móti skilja að þetta er hóp íþrótt og þú þarft að nota allar stöður á vellinum líkt og t.d. Ferguson gerir og við sjáum muninn. 

Mitt mat er það að Liverpool ætti að vera að berjast um 6-7 sætið og kannski það 5. En að sumir haldi að þetta sé meistaradeildarlið eða lið sem á að vera að berjast á toppnum á Englandi finnst mér hrein fásinna og ég vildi óska þess að Liverpool menn kæmust þó ekki væri nema um stundarsakir í takt við raunveruleikan. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 4.1.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband