Ha! Komnir í vinnu!

.....það þekki ég úr mínu sjávarplássi að menn eins og sjómenn fá oft frí í nokkra daga yfir hátíðarnar. En að það skuli vera frétt í sjálfu sér að þeir séu byrjaðir að róa aftur kemur mér svolítið spánskt fyrir sjónir. Það vitum við öll að þeir snúa  aftur til vinnu eins og aðrar starfsstéttir þegar fríi líkur. ÉG er ekki viss um að þeim finnist það virði fréttar að vera mættir aftur til vinnu. Svo stórt líta sjómenn nú ekki á sig, hefði trúað því upp á þingmenn og aðra slíka. Smile

Vona bara að þetta ár verði fengsælt og færi okkur góðar tekjur og já að það verði stórslysalaust það er nú það sem að maður óskar öðru fremur.  Svo skulum við líka vona að árið verði gott hjá okkur sem höfum fastland undir fótunum þegar við stundum vinnu okkar.


mbl.is Sjómenn byrjaðir að róa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju ættu sjómenn að fá frí yfir hátíðir þegar aðrir eru almennt að vinna? nóg eru fríin hjá þeim fyrir.

prakkari (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 18:31

2 identicon

og jú sjómenn líta of stórt á sig,  oflaunuð hæsni

prakkari (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 19:23

3 identicon

Viss um það að prakari er að reyna að vera fyndinn.

Ég sá enga frétt um það að aðrar starfsstéttir væru að fara aftur að vinna, en ég sá það og lét fréttastofuna vita.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 22:01

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Asskoti...Fjölmiðlar sögðu ekkert frá mér að ég hafi unnið alla jóladaganna og fékk bara 1944 á aðf.dag ...fór í vinnu td Jóladagsmorgun og kom ekki heim fyrr en rétt fyrir miðnætti á annann....en var í FRÍI um áramót...

Skulu gera það næst,hehe:):)

Halldór Jóhannsson, 3.1.2011 kl. 22:20

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já prakkarinn var að slá í gegn. Ánægður með þig Stefán 

Halldór helvíti hafa menn þjarmað ill að þér þarna upp frá yfir jólin. EN svona er þetta maður staulaðist heim upp úr hádegi á aðfangadag eftir síðustu reddinguna fyrir jólin og fannst þá eins og allir ættu að vera komnir í frí.....svona er maður þröngsýnn stundum. En svo fer maður heim og leggur hausinn í bleyti og gerir sér grein fyrir því að maður. er í raun heppinn að geta verið með sínum nánustu

Gísli Foster Hjartarson, 3.1.2011 kl. 22:52

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég taldi það nú ekki af mér að vinna þessa daga tek það skýrt fram:)

Já við erum heppnir að geta verið heima með okkar nánustu...á svona stundum..

Það eru svo margir sem geta það EKKI,því miður........

Halldór Jóhannsson, 4.1.2011 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.