Upp úr sandkassanum!

Veit ekki með VG en í kringum mig er megnið af fólkinu þeirrar skoðunar að klára eigi þessar viðræður og greiða svo atkvæði um samninginn. Fólk er orðið þeirrar skoðunar að það vill ekki hafna einhverju sem að það hefur ekki hugmynd um hvað er. Það er líka fullt af fólk, og því fjölgar hraðast, sem sér ekki að stjórnmálamenn okkar séu að höndla stjórnina á landinu og sjá þessar viðræður sem ákveðna pressu á að menn á þingi standi sig og fari að sjá út úr eigin ranni.

Held að "öfga" mennirnir þarna í VG gleymi stundum að það er þjóð þarna út sem er vel treystandi til að taka ákvörðun um þetta þegar þar að kemur. Finnst að menn ættu að hætta þessu grjótkasti innbyrðis og treysta þjóðinni til að taka þá ákvörðun sem að hún telur að sé sér fyrir bestu.  Það er nóg af öðrum verkefnum sem menn eiga að vera að takast á um á þessari stundu, svo mikið er víst.


mbl.is Átökin mest um ESB-stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átökin snúast um það að VG telja sig hafa verið blekkta inn í aðlögunarferli.  Þeir samþykktu viðræðuferli við ESB til að vega og meta kosti eins og þú ert sjálfur sammála.  VG finnst vanta uppá heiðarleika SF í málinu og það er kjarni máls og veldur andstöðu stórs hluta flokksins að því er virðist.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 10:02

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega Gísli. Ég heyri ekki annað. ÍSlensku þjóðinni er mun betur treystandi en þeim stjórnmálamönnum sem hún því miður kaus til góðra verka.

En les á bloggum að útlönd séu full af illa meinandi fólki sem þráir ekkert annað heitar en að drottna yfir frostköldum kletti hvers lögeyrir er alheimskróna, lánakjör sérlega hagstæð, efnahagsstjórn til eftirbreytni, afburða stjórnmálakerfi, stórkostleg stjórnsýsla og hrein kynstofn. (smákaldhæðni)

Kveðja úr hríðinni að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Óskar. Hjá Ásmundi Daðasyni og Atla Gíslasyni snýst þetta ekkert um heiðarleika sf. Þeir eru bara alfarið á móti þessu og vilja alls ekki að þjóðin fái að greiða um þetta atkvæði. Það er það sem er farið að valda fólki hugarangri að en eru pólitíksar þarna úti sem treysta engum nema sjálfum sér. Eins mikla trú og ég hef haft á Atla Gíslasyni þá er trú mín á honum í þessu máli ekki mikil. Hann sem lögfróður maður ætti að geta séð að það eru fleiri en ein hlið á teningnum.

Arinbjörn, ertu viss um að þetta hafi verið kaldhæðni? Ég heyri suma gullyrða þessa hluti án nokkurrar kaldhæðni!

Bestu kvðejur norður til þín, Beggu systur Jóns Óskars, skyldmenna, vina og annarra þarna fyrir norðan.

Gísli Foster Hjartarson, 4.1.2011 kl. 11:15

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk Gísli fyri kveðjurnar. Kaldhæðnin er frá mér komin en margir nefna þessa hluti af fullri alvöru. það er rétt.

Kveðja úr hríðinni

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 12:36

5 identicon

"Þeir sem selja ómetanlegt frelsi sitt til að kaupa sér tímabundið öryggi, eiga hvorugt skilið, og missa bæði" - Benjamin Franklin

Látum umheiminn ekki hræða okkur með Icesave. Okkur ber engin siðferðileg skylda til að borga fyrir mistök 30 bankamanna, frekar en Afríku að lifa við sitt ævarandi skuldafangelsi sem sömu gömlu nýlendur og nú herja á okkur hnepptu hana í. Við eigum þessa meðferð ekki skilið frekar en gyðingarnir í seinni heimstyrjöldinni áttu skilið að gyðinlegum almenningi væri hengt fyrir óvinsældir örfárra bankamanna.

Allar ákvarðanir byggðar á ótta enda í skelfingu. Allar ákvarðanir sem þú tekur afþví einhver kúgaði þig til þess sérðu eftir. Og allt sem þú ákveður af heilaþvotti og innrættingu mun verða þér til tjóns.

Frjáls hugsun er ennþá mikilvægari en athafnafrelsi þjóðarinnar, og það fyrra er upphafið og lífæð þess seinna, frá henni sprettur allt hugrekki og allt sjálfstæði. Og þar sem hana skortir deyr bæði og þrældómurinn tekur við.

Hugrekki! Frelsi! Gleði!

Guðmundur Jónsson. (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 03:23

6 identicon

"Þeir sem selja ómetanlegt frelsi sitt til að kaupa sér tímabundið öryggi, eiga hvorugt skilið, og missa bæði" - Benjamin Franklin

Látum umheiminn ekki hræða okkur með Icesave. Okkur ber engin siðferðileg skylda til að borga fyrir mistök 30 bankamanna, frekar en Afríku að lifa við sitt ævarandi skuldafangelsi sem sömu gömlu nýlendur og nú herja á okkur hnepptu hana í. Við eigum þessa meðferð ekki skilið frekar en gyðingarnir í seinni heimstyrjöldinni áttu skilið að gyðinlegum almenningi væri hengt fyrir óvinsældir örfárra bankamanna.

Allar ákvarðanir byggðar á ótta enda í skelfingu. Allar ákvarðanir sem þú tekur afþví einhver kúgaði þig til þess sérðu eftir. Og allt sem þú ákveður af heilaþvotti og innrættingu mun verða þér til tjóns.

Frjáls hugsun er ennþá mikilvægari en athafnafrelsi þjóðarinnar, og það fyrra er upphafið og lífæð þess seinna, frá henni sprettur allt hugrekki og allt sjálfstæði. Og þar sem hana skortir deyr bæði og þrældómurinn tekur við.

Hugrekki! Frelsi! Gleði!

Guðmundur Jónsson. (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.