Athyglisverð tala

Það verð ég að segja að þetta eru athyglisverðar tölur. Hvað ætli margir hafi komist upp með að þiggja bætur en eiga í raun ekki rétt á þeim?  Mér finnst einkar athyglisvert hvað fólk hefur verið á tánum við að benda á að það héldi að fólk væri að svíkja út bætur. Það hefur stundum verið talað um svona svik sem sérstaka "atvinnugrein" og þegar maður heyrir svona tölur þá fer maður að trúa því að óprúttnir aðilar séu þarna að stunda "atvinnu" sem að ekki er innistæða fyrir.  Út frá þessu er svo sjálfsagt líka hægt að velta sér upp úr því hvort margir séu á alls kyns sjúkrabótum sem kannski eiga ekki fullan rétt á þeim.

Maður hefur nú í mörg ár heyrt sögur af því að þessi eða hinn sé á þessum sjúkrabótum og svo sjáist til viðkomandi við þessa eða hina iðjuna sem kannski ætti ekki að vera  á verksviði viðkomandi vegna tiltekna bóta. Eigum við eitthvað að tala um bætur vegna barna og slíks? Endalausar sögur.


mbl.is Fjöldi sveik út atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er þetta ekki bara toppurinn á ísjakanum ?

hilmar jónsson, 4.1.2011 kl. 20:09

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

EF þetta er aðeins toppurinn Hilmar þá líst mér ekki á þjóð vora. Mér finnst stundum margt að hér á landi en ef þetta er orðið svo slæmt þá er mér öllum lokið.

Gísli Foster Hjartarson, 4.1.2011 kl. 22:06

3 Smámynd: Anna Guðný

Því miður held ég að Hilmar hafi rétt fyrir sér. Þjóðaríþrótt íslendinga að skvíkja undan skatti, því miður.

 Síðan er alltaf þessi spurning um hvort það sé eitthvað réttlætanlegra að skvíkja út lága upphæð heldur en háa?

Hver er munurinn á þeim sem svíkja út 50.000 á mánuði eða 500.000? Veit að það er hellings munur á upphæðinni en er einhver munur á gjörðinni?

Anna Guðný , 4.1.2011 kl. 22:43

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nei Anna Guðný það er engin munur á gjörðinni. Þú stelur þér einu prins póló eða tveimur gjörðin er sú sama, magnið bara annað og dómur kannski í samræmi við magn. EN verknaðurinn er ólöglegur.

Gísli Foster Hjartarson, 5.1.2011 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.