Áhuginn minnkar

Það verð ég að segja að út frá mínum bæjardyrum þá minnkar svo sannarlega áhuginn á HM við það að leikirnir eru sendir út í læstri dagskrá. Áhrif þessa gætu orðið víðtæk, ekki það að ég sé svona mikilvægur heldur veit ég um slatta af fólki sem hefur ekki í hyggju að fá sér áskrift til þess að sjá leikina og því mun stemningin ekki verða sú sama yfir keppninni og oftast áður.

Maður kemur til með að tækla þetta svona eins og landsleiki fótboltalandsliðsins á erlendri grundu maður bara sleppir því að horfa, þegar þeir eru sendir út í læstri dagskrá

Langar nú samt svona í framhaldinu að þakka Einari Erni á RÚV fyrir skemmtilega þætti um handboltakempurnar okkar í gegnum tíðina. Það verður gaman að sjá hverslags úrvalslið kemur út úr þessari vinnu og vali fólksins.


mbl.is Hefðu viljað leikina á HM ólæsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vert er að benda á að það hafa ekki allir aðgang að Stöð 2 á landsbyggðinni þannig þetta er mikill skandall að Rúv (sem er oft eina stöðin á heimilinu) skyldi ekki ná sýningarrétti.

Anna Lóa (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 09:24

2 identicon

vill bara benda á vefsíðuna http://myp2p.eu

joi (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 09:45

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Anna tek undir þetta með þér varðandi RÚV

Takk fyrir þetta Jói.

Gísli Foster Hjartarson, 5.1.2011 kl. 10:03

4 identicon

Ætla ekki að verja það að þessi viðburður er sendur út á stöð2 en verð samt að benda á orð Önnu Lóu: "þannig þetta er mikill skandall að Rúv (sem er oft eina stöðin á heimilinu) skyldi ekki ná sýningarrétti" Eftir því sem ég best veit þá gengu rétthafar efnissins ítrekað eftir RÚV mönnum að taka efnið á dagskrá hjá sér án þess að þeir sýndu því neinn áhuga. Stöð2 kom að málinu í uppbótartíma ef svo má að orði komast. Þar sem ég hef þegar áskrift að þessari stöð mun ég horfa á þetta en sennilega hefði ég ekki keypt áskrift sérstaklega bara til að horfa á þetta. Þar sem ég er líka áskrifandi að RÚV hefði ég viljað sjá þá herra á þeim bænum heinlega vera vakandi í vinnunni og kaupa efnið þegar eftir því var leitað.

Þröstur.

Þröstur (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 11:05

5 identicon

Þeir ætla ekki að sýna leikina á Stöð 2 heldur Stöð 2 sport sem er læst dagskrá og þarf maður að kaupa sér sérstaka áskrift af henni.

Varð alveg brjáluð þegar ég frétti það og sagði upp Stöð 2. Fékk þær útskýringar frá 365 þeir yrðu að gera þetta svona, útaf peningum sjálfsagt. En hafa þeir reiknað með tapinu sem fylgir því þegar fólk segir hingað og ekki lengra nú segi ég upp.

Kveðja Anna dyggur aðdáandi handboltans

Anna Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 11:49

6 identicon

Skandallinn liggur hjá Stöð2. Það eru þeir sem eru að taka "strákana okkar" frá landsmönnum og færa þá í læsta dagskrá. Eða finnst okkur eðlilegt að Ríkisútvarpið sem er eign þjóðarinnar bjóði hvaða upphæð sem er í þessa dagskrá. Ég tel líklegt að eitthvað hefði verið sagt ef RÚV hefði farið í hanaslag með peninga almennings.

Atli (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 16:59

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Kjarninn í þesssu er sá að þarna er fyrirtæki í eigu siðblinda glæpamannsins Jóns Ásgeirs að sýna landsleiki í lokaðri dagskrá með stuðningi spillingar pakksins í nýja Landsbankanum. Hver hefur geð í sér til þess koma nálægt þessu?

Það er hægt að horfa á þetta frítt á netinu og hvet ég alla til þess og jafnframt að segja upp öllum sínum viðskiptum við hið ógeðslega glæpafyrirtæki, 365 miðla.

Guðmundur Pétursson, 5.1.2011 kl. 17:23

8 identicon

HM í handbolta. Þvílíkur SKANDALL að geta ekki fengið að horfa á leikina nema að kaupa áskrift að stöð2 sport, margir eru ekki einu sinni með afruglara, hvers eiga þeir að gjalda? Best væri ef enginn keypti áskrift, þá gera þeir þetta ekki aftur.

Á meðan Íslendingar kvarta pínu lítið en borga samt verða öll stórmót keypt upp af Stöð 2. Borgum, kaupum áskrift ef við viljum festa það í sessi. Borgum ekki, ef við viljum að þetta verði síðasta mót sem Stöð 2 kaupir.

Rúna (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband