6.1.2011 | 07:29
Vinir Usmanovs...
....eða ekki.
Held að það sé nú kannski ekki málið að þeir séu vinir Usmanov þessir piltar. En ef að þessar tölur eru réttar, þó svo að ekki sé nema til hálfs þá eru þær alveg út úr kortinu. En þeir piltar hljóta að tjá sig fljótlega ef þessar tölur eru alveg út úr kú sem nefndar eru þarna. Einhver nefndi í gær að þeir hefðu lánað honum svona mikið af því að þeir voru komnir upp að vegg og með hluta af rússnesku mafíunni á hælunum, sem Usmanov er nú oft sagður vera hluti af, vegna einhverra lánveitinga. Ég á nú bágt með að trúa því. Ef það reynist rétt vera þá hafa menn verið orðnir ansi langt sokknir í fjáraustrinum.
Við hljótum að fá botn í þetta á næstu dögum eða vikum.
Lánanefnd tjáir sig ekki um lán til Usmanovs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var þá rétt eftir allt saman sem danskir fjölmiðlar héldu fram á sínum tíma að Kaupþing væri nátengt rússnesku mafíunni. Þeir Hreiðar Már og Sigurður eru vesælir krimmar sem svífast einskis til þess að fullnægja sinni græðgi.
Guðmundur Pétursson, 6.1.2011 kl. 13:46
Guðmundur því miður virðast fleiri og fleiri tákn á lofti um ýmislegt ansi gruggugt í gangi og ekki bara í kringum Kaupþing. Voru fréttir um Landsbankann áðan á Rás 2 ekki hljómaði það gæfulega.
Gísli Foster Hjartarson, 6.1.2011 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.