Liverpool bragur á Suns!!!

Alvin Gantry væri sennilega á förum frá Suns ef að við tækjum fótbolta braginn á þetta. 1 sigur í 7 eða 8 leikjum ef ég man rétt. Heimavöllurinn er ekki einu sinni að hala inn sigra fyrir okkur. heimavöllurinn hefur að meðaltali gefið okkur 31-11 síðustu 3 ár en nú er hlutfallið 8 gegn 8.Eitthvað mikið að. Ja mikið að ? Liðið er bara einfaldlega ekki nógu gott.

Menn voru reyndar í góðum gír undir lokin gegn Lakers en klúðruðu þá og missti þá fram úr sér. Voru búnir að minnka þetta í 91-92.

Jared Dudley með góðan leik af bekknum og 21 stig. Athyglisvert að 6 leikmenn Suns gera 10 eða meir. Nash með meðaltal af stoðsendingum 10 stk. Þó svo að Suns hafi stillt upp stórum mönnum til að byrja með í leiknum til að reyna að ráða við lakers í fráköstunum þá voru menn skotnir niður 31 gegn 47. Erum engan veginn að fóta okkur í fráköstunum í þessum síðustu leikjum. Náttúrulega grín þegar menn sem eru 210 cm taka bara eitt frákast á 12 mínútum en það afrekaði Robin Lopez.

New York heima á morgun, Cleveland á sunnudaginn og svo skreppum við til Denver


mbl.is Boston lagði San Antonio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.