9.1.2011 | 11:50
Nú er ég í liði með...
...sir Alex. Hlutirnir reddast ekki við það eitt að láta Hodgson fara, hef enga trú á því. Ég hafði meira að segja trú á að Hodgson gæti hægt og rólega lyft þeim aðeins ofar en við fáum víst ekki að sjá hann glíma við það. Held að Liverpool þurfi núna að taka til hjá sér fram á vor og koma svo sterkir inn næsta haust! EN vandamálið er þetta. Ef að meistari Dalglish á bara að vera til vorsins, á þá nýr stjóri bara að fá sumarið til að stilla saman strengi varðandi liðið? Er ekki rétt að ráða sem fyrst mann sem fær að vinna með liðið og vinna í hópnum fram á vor og sjá þá hverja hann vill losna við og hvar hann vill setja inn ný andlit.
Liverpool menn geta nú heldur betur hresst upp á tímabilið hjá sér með sigri í dag, en gerist það? Spái 2-0 fyrir United
Ferguson: Sorgleg niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.