Díoxínmengun frá sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum er 84 sinnum meiri en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur, sem starfa á grundvelli EES reglna frá 2003. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en umfjöllun um díoxínmengun frá sorpbrennslu á Ísafirði hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Mengunin í Eyjum er samkvæmt Fréttablaðinu meiri en á Ísafirði en mest er hún á Klaustri eða 95 sinnum meiri en EES reglurnar segja til um.
12.1.2011 | 18:03
Hvað gerist hér?
Hér í Eyjum eru menn að glíma við þetta vandamál, varðandi Díoxín, kannski ekki í sama magni en það væri gaman að sja´hvernig Kínverjar myndu bregðast við þessu varðandi vörur unnar í Eyjum. ...og okkur finnst þetta ekkert svo alvarlegt .....ja allavega ekki miðað við framkvæmdahraða.
set hér með frétt úr Eyjafréttum í Eyjum:
Meiri díoxínmengun í Eyjum en á Ísafirði
Í Fréttablaðinu er einnig sagt frá því að Umhverfisstofnun hafi fundað með embættismönnum úr umhverfisráðuneytinu í gær en þar voru lagðar fram tillögur um að eldri sorpbrennslustöðvar fengju tvö ár til þess að uppfylla skilyrði sem gilda fyrir nýjar sorpbrennslur þar sem m.a. er tekið mið af losun díoxíns. Fréttablaðið greinir einnig frá því að ísland sé á undanþágu gagnvart reglum um sorpbrennslu í gegnum EES samninginn sem tóku gildi 2003. Díoxínmæling var gerð 2007.
Kína bannar þýsk egg og svínakjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.