15.1.2011 | 16:17
Ólína komin á flug
Það vantar ekkiað Ólína Þorvarðardóttir er komin á flug og svífur um þessar mundir yfir fjallstoppunum. Nú býð ég bara eftir því að einhver skjóti hana niður.
Verður forvitnilegt að heyra svör og ræður manna í kjölfar þessa flugs hennar.
Afnemi kvótakerfið strax í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var einu sinni algjörlega sammála Ólínu og öðrum með svipaða skoðun varðandi þetta mál. Svo fór ég og kynnti mér málið og er núna algjörlega ósammála henni og öðrum.
Björn (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 16:37
Það verður að teljast frekar undarleg tímasetning á handtöku bankabófanna, úrræði fyrir skuldara og svo þetta, allt þegar á að setja alþingi á mánudaginn.
Er verið að kaupa gálgafrest eina ferðina enn?
Ekki misskilja mig, kvótakerfið á að afnema og dreifa á kvótanum á hendur allra íslenskra ríkisborgara. Þá er hverjum og einum í sjálfval sett hvort hann leigi, noti eða selji kvótann. Þetta er eigna okkar, en ekki "þeirra".
Tómas Waagfjörð, 15.1.2011 kl. 16:57
Hvað er verið að argagargast út í útgerðarmenn, það voru misvitrir stjórnmálamenn úr öllum flokkum sem að gáfu þeim auðlindina.
Axel Guðmundsson, 15.1.2011 kl. 17:27
Tómas ekki lýst mér á að hver og einn fái úthlutað einjumhver kg til að selja eða veiða. Þá er nú skárra að menn borgi ríkinu leigu af því sem veitt er sem komið er umfram kvóta,sem fer þá í að halda upp grunnþjónustu í samfélaginu t.d.
Axel og nú ætla misvitrir stjórnmálamenn að reyna að "laga"eitthvað sem þeim finnst allt í einu rangt. Menn eiga að hafa afnota réttinn. Sé ekkert að því að menn hafi þennan afnota rétt en að geta selt öðrum afnotarétt af einhverju sem að maur hefur til leigu finnst mér afar sérstakt en svona leyfðu misvitrir stjórnmálamenn (sem sumir voru með í þessum leik) og bankakerfið mönnum að leika sér. Er eðlilegt að ég leigi af þér íbúð að ég get selt einhverjum öðrum réttinn á að vera í henni og hann svo telji sig eiga íbúðina, og jafnvel leygji eða selji einhverjum réttinn af íbúðinni?
Menn eiga að sjálfsögðu að fá að veiða þann kvóta sem að þeir hafa fengið úthlutað, það eru allir sammála um það. Ef að þú veiðir ekki kvótann þinn heldur bara leigir þá á kvótinn að fyrnast um x mörg % við næstu úthlutun. Og svona hlutir þetta er flóknara en að ég geti slegið það inn hér og nú og eflaust ekki allir sammála mér í þessu frekar en öðru en það er allt í lagi. Menn þurfa bara að ræða málin og það á vitrænum grundvelli.
Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2011 kl. 17:51
Það er einmitt það frændi.Það þarf að ræða hlutina en það kunna Íslendingar ekki.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 18:19
Sæll Gísli.
Nú eru Ólína þorvarðar og Jón Bjarna búin að kasta boltanum af stað og ef við erum svo vitlaus að hjálpa þeim ekki þá erum við sjálf að biðja um að vera í liði með svikurunum!!!
Lýðræði er: samstarf samfélags að réttlæti!
Enginn einn ráðherra eða þingmaður getur gert nokkurn skapaðan hlut í réttlætisátt ef þjóðin hlustar einungis á pólitíska fjölmiðla gjörspilltra embættis-dópista-lyfjamafíu banka-toppanna (fjarstýrðri af heimsmafíunni).
Og þjóðin bíður í falskri von eftir að enn eitt "kosninga-hollið" mæti á gjörspilltan stjórnmála-leikvöllinn (Alþingi Íslendinga á Austurvelli) og einungis til að láta heimstýrða mafíuna setja snöruna um háls hinna nýkjörinna! Við getum áætlað árangurinn slíku brambolti ef við notum rökhyggjuna!
M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2011 kl. 21:24
Anna Sigríður,
Hver hefur svikið hvern?
Hvernig er það verra að menn með áratuga reynslu, þekkingu og framleiðslutæki hafi keypt kvóta af "sægreifunum" á Vestfjörðum sem seldu kvóta sem þeir fengu útgefin á sanngjarnan hátt miðað við veiðireynslu fyrri ára á þeim tíma þegar menn voru að komast að því að á íslandi voru of margir sjómenn og alltof mörg skip að eltast við sára fáa fiska.
Annað hvort var þá að ganga endanlega frá fiskimiðunum okkar eða láta útgerðirnar fækka sér sjálfkrafa með því að kaupa hvor aðra út úr greininni, þannig var mest komið fram að virðingu við náttúruna og aflaheimildirnar (kvótinn) leitaði á hendur þeirra aðila sem best kunnu sitt fag og á þann hátt var landsframleiðsla íslands miðað við veitt veiðimagn sem allra mest.
Íslendingar verða að lesa sér til um tilgang og upphaf kvótakerfisins en ekki taka upp orð annara Marxista sem kunna að hljóma virkilega vel.
Haraldur Pálsson, 16.1.2011 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.