20.1.2011 | 16:35
Trúi því ekki að hann sé hissa
Á erfitt meða ð trúa því að Gunnar sé hissa. Hann er Íslendigur ekki satt og hlýtur að hafa fylgst með gangi mála hér í gegnum tíðina. Hér hafa menn breytt þegar þurfa þykir, eða meðbyr er fyrir.
Við erum þjóðin sem vill fá að eiga fyrirtæki um allan heim, í öllum geirum, en við viljum takmarka eignarhluta annarra á fyrirtækjum í okkar landi - svo einfallt er það - enda hlegið að okkur víða fyrir það.
það megum við eiga að við erum svolítið spes.
Erlendir fjárfestar halda að sér höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gísli, það er ljóst að þegar fjármagn mun fá að streyma til landsins, hækka ýmsir fjárfestingarkostir hér í verði, þó óvist sé hversu hratt það verður. Það verður fróðlegt að sjá hverjir fá að kaupa hér félög áður en öðrum verður hleypt að kjötkötlunum. Veit ekki af hverju, en ég hugsa ég fái mér banana núna. Þeir eru í tísku.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:45
Bananar selja vel hér á landi vinur - ætli menn reyni ekki að koma í veg fyrir að spánverjinn kaupi kók? viljum enga útlendinga!!!! ótrúlegt við horf á meðan við æðum um engi og torg erlendis. Þetta er eit af þessum sjónarmiðum sem að ég skil ekki í rekstri eins og þessum t.d. hvað er að því að útlendingar komi að þessum fyrirtækjum?En þetta er rétt hjá þér fyrst verður vinum og ákveðnum vandamönnum gefið tækifæri á lágu verði til að maka svo krókinn.
Gísli Foster Hjartarson, 20.1.2011 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.