23.1.2011 | 19:42
Þyngist róðurinn hjá okkur
Hef nú reyndar meiri áhyggjur af okkar liði en þessum liðinum í hinum milliriðlinu. Ef að við náum ekki 3 sætinu í riðlinum hjá okkur þá verður þetta ekki eins spennandi. En eru það ekki 7 efstu sem komast á ólympíuleikana? Bara útaf þeirri einföldu ástæðu ef þess virði að fylgjast með hverjir lenda í 3 og hverjir í 4 sæti í hinum riðlinum. Annars var í mínum huga lykilatriði að vinna í gær til að geta leikið um eitt af 6 efstu, í því fólust að mínu mati okkar tækifæri, en það fór eins og það fór.
....nú vona ég bara að strákarnir komi mer í opna skjöldu með góðum árangri á morgun gegn Spánverjum. Áfram Ísland alla leið.
Svíar sendu Króata útí kuldann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vona að það hafi ekki verið "vanmat" í gær,svona innst inni:)??
Er þetta bara ekki gott að tapa í gær:)???....í þeirri merkingu að nú verða þeir bara gjöra svo vel að fara á fullum krafti og innstilltir í leikinn á móti Frökkum,REYNDAR fyrst við Spán jú...en annars hefðu þeir farið svona meir værukærir í Frakkaleikinn,búnir að tryggja sig í undanúrslit..:)
En ég sá Svíaleikinn áðan....alltaf skrefinu á undan...og stórbrotin markvarsla hjá Sjöstrand:)
Vörnin svakaleg:)
Halldór Jóhannsson, 23.1.2011 kl. 20:29
ég spáði tapi gegn germönum , ástæðan er sú orka sem fór í leikinn gegn norðmönnum og 5 sigurleikir í röð = styttist í tapið.
ÉG spái hinsvegar sigri gegn spánverjum 28-23.. ástæðan er sú að spánverjar spila maður á mann vörn sem hentar íslendingum afskaplega vel..
Óskar Þorkelsson, 23.1.2011 kl. 21:41
Vinnum líka Frakka í síðasta leik. Þeir eru öruggir í undanúrslít og hafa engan áhuga á að keyra sig út (og meiðast jafnvel) í leik við Íslendinga, sem koma dýrvitlausir í leikinn.
Áfram Ísland!
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2011 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.