Hverjir segja af sér?

Ég sem frambjóðandi svekki mig á þessu. Lagði reyndar ekki í nema kannski 10 þúsund króna kostnað, sem veldur mér nú ekki áhyggjum en fyrst þessi dómur er falinn þá langar mig að vita hverjir af þeim er sáu um famkvæmdina munu þurfa að segja af sér...........

Ég í raun sá ekki ástæðu til að kvarta undan framkvæmd kosninganna að flestu leyti þó vissulega hefði verið óhætt að leyfa fulltrúa frá frambjóðendum að fylgjast með talningu.

Erum við þá að tala um að ég bjóði mig aftur fram?


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er ljóst að einhvers konar netkosning, bundin rafrænum skilríkjum er málið í svona tilvikum.

Haraldur Rafn Ingvason, 25.1.2011 kl. 15:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Get tekið undir þetta með þér Haraldur Rafn.

Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2011 kl. 16:25

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gísli minn...eru þá yfir 500 umbjóðendur:)

Einn á hvern haus sem bauð sig fram:)????

Annað segi ég ekki..jú viltu að ég deili með þér öllum þessum kostnaði:)????

Get þakkað þér fyrir tíma þinn við tölvu þína til að kynna þig,er það nóg:):)

Halldór Jóhannsson, 25.1.2011 kl. 19:18

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Halldór - ekkert að þessum atriðum sem menn eru að gera mál úr þarna truflar mig. Ég treysti fólkinu sem kom að þessu til að hafa verið heiðarlegt. og vissulega voru þetta ekki kjörklefar og eflaust hefði einhverjar viljað kíkja á hvað einhver kaus en það segir mér bara meira um þann sem gæist ....ekki datt m+ér í hug að kæra. Skondið líka ða hlusta á þennan Skafta sem kærði hann bauðs ig fram en var á móti kosnignunum og öllu er þeim tengjast frá upphafi.

Landkjörsstjórn var minn fulltrúi á kjörstað! EN auðvitað hefði alveg verið hægt að skipa einhverja 3-5 óháða aðila til að hafa eftirlit með þessu.

Kostnaður minn personulega - átti hann í sjóði og hef því ekki áhyggjur af honum. Alveg eins gott að eyða aurunum í þetta eins og vín eða eitthvað annað :-)

Mér duga þakkir þínar - er mest hissa ef einhver hefur lesið eitthvað eftir mig, og já ég endaði í 56 sæti sem er mjög ásættanlegt held ég miðað við hversu þekktur ég er í þjóðfélaginu.

Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2011 kl. 20:33

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég hef ekkert fylgst með þessum kærum..né hlutsaði á 19.00 fréttir...

Já þú segir nokk um þennann Skafta..

Hefði það ekki verið ands..mikið mál ef átt að hafa lokuð herbergi eða hvað þessi td Skafti vildi..ég man ekki var bara kosið i Höllinni...

Ætli nokkur hafi tapað á þessu atkv..það sem var kært..td kjörklefarnir:)?

Má alltaf setja útá allt...

Voru þetta einhverjir örfáir hausar sem kærðu...og gerðu Stjórnlagaþingið að engu..og örugglega mikla vinnu hjá frambjóðendum og sumir eitt töluverðum pening:(

Já 56 sæti er kanski býsna gott..

Halldór Jóhannsson, 25.1.2011 kl. 22:08

6 Smámynd: corvus corax

Það segir auðvitað enginn af sér Gísli, það er ekki tíska á Íslandi. Hins vegar má búast við því að húsvörðurinn og ræstingakonan verði rekin út af þessu klúðri. Það er tískan á Íslandi ...að hengja bakara fyrir smið.

corvus corax, 26.1.2011 kl. 09:39

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

er sammála þér Corvus corax

Gísli Foster Hjartarson, 26.1.2011 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband