25.1.2011 | 15:27
Hvað gerir þjóðin?
Maður veltir fyrir sér viðbrögðum þjóðarinnar vegna þessara hækkana allra. Ekki mun hún sína samstöðu gegn þessu hækkunum sem ekkert samráð er um þó þær eigi sér allar stað á sama tíma og svo framvegis.
......eina breytingin frá því sem áður var er sú að nú sefur domsmálaráðherra ekki hjá forstjóra eins af olíufélögunum, ja nema að það sé eitthvað sem ekki hefur en komið í ljós.
Eldsneytisverð stefnir í hreina sturlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki sama trikk og alltaf; Þeir hækka um X, allt "brjálað", á lækka þeir smá, niður í það sem þeir raunverulega ætluðu sér; Allir glaðir :)
En auðvitað verðum við að fara í bullandi verkföll, láta sverfa til stáls; Koma óþjóðalýðnum úr alþingishúsinu og svona.
doctore (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:37
fjármálaráðherra segir að skattar á eldsneyti á íslandi séu í takt við það sem þeir eru annarsstaðar en gleymir að minnast á það að launin á íslandi eru ekki í takt og eru helmingi lægri en annarsstaðar.
Arnar (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:59
Vill Sigurður Kári kannski bara setja á stofn verðlagsráð fyrir eldsneyti.
Ég reikna með að hann hafi ætlað að benda á háa skatta á eldsneyti en mér finnst hann bara hljóma eins og kommúnisti frá síðustu öld.
Björn (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.