Eru mennirnir ekki að grínast?

Hef ekkert á móti þessari elsku en hvað meina þessir þingmenn með þessari pælingu? Hver verða eftirköstin? Á að fara að stunda svona vegabréfaduttlunga fyrir ættingja, vini og "celebrity" Sé ekkert að því að bjóða hana velkomna til Íslands uppfylli hún öll skilyrði og svo má sjá hver framvindan verður.  Veit bara ekki hvað ég á að segja en held að þarna nái báðir þessir þingmenn nýjum hæðum.
mbl.is Maria Amelie verði Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fáránlegt. Hér búa fjöldamargir einstaklingar af erlendu bergi sem vinna hér fulla vinnu og greiða skatta, hafa lagt það á sig að læra tungumálið og að aðlagast samfélaginu með sóma. Ítrekað er gengið framhjá þeim með ríkisborgararétt.

Síðan sér maður svona .... ég veit ekki hvað á að kalla þetta.

Hefur hún eitthvað beðið um að fá að koma hingað? hefur hún áhuga á því ? hún á norskan kærasta, á að gefa honum ´rikisborgararétt líka.. eða hver er hugsunin bakvið þetta.

Einar (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skyldu þessi þingmannavanvitar hafa fyllst þessu vinaþeli ef þetta hefði verið hann Boris, fúlskeggjaður og fráhrindandi en ekki sæta elskan og augnayndið hún Madina?

Já svo talar hún víst svo fallega norsku!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2011 kl. 21:35

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

já einmitt Gísli, en HÉR er mitt álit á þessu Útspili kumpánanna.: http://keh.blog.is/blog/keh/

kv. KH

Kristján Hilmarsson, 27.1.2011 kl. 21:41

4 identicon

Haha. Ég hló nú bara þegar ég las þetta, enda með því fáránlegra sem ég hef lesið lengi. Við höfum töluvert fleiri hnöppum að hneppa en að flytja inn fólk sem hefur verið vísað úr öðrum löndum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 21:41

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Eða öllu heldur hér:

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 27.1.2011 kl. 21:42

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Einar það er ekki líklegt að það hafi verið mikil hugsun á bak við þetta. Axel ætli viðbrögðin hefðu verið þau sömu, menn hafa nú upplifað Árna í hinum og þessum málum.  Jón Flón - ég og þú erum klárlega ekki einu flónin lengur!

Gísli Foster Hjartarson, 27.1.2011 kl. 22:08

7 Smámynd: Dagný

eða lægðum

Dagný, 27.1.2011 kl. 22:17

8 identicon

Ætli þeir hafi verið eins fljóttir til ef hún hefði verið frá Somalíu eða Pakistan eða þar um líkt?

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 23:53

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ÞEssir þingmenn eru fábjánar..

Málið er að Maria Amelía er bara kort í spili SV og annara á norska stórþinginu sem vilja breyta innflytjendalöggjöfinni til mannúðlegri sjónarmiða.. jafnvel er talið að UD sé með puttana í þessu til að hneyksla almenning sem mest og fá fram hrifningarbylgju sem auðveldar breytingu á norsku innflytjendalöggjöfinni sem er meingölluð svo vægt sé til orða tekið

Óskar Þorkelsson, 28.1.2011 kl. 01:10

10 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Kemur ekki á óvart þegar Árni Johnsen er annars vegar en Sigmundur Ernir er alltaf að stimpla sig sterkar inn sem hálfviti af guðs náð.

Getur stundum verið ágætis skemmtiefni að hlusta á hann ásamt kjánunum Birki Jónssyni og Tryggva Þór gera sig að fíflum fyrir framan þá fáu sem nenna að horfa og hlíða á ÍNN.

Guðmundur Pétursson, 28.1.2011 kl. 02:51

11 identicon

Hlægilegir menn, alþingi er trúða-sirkus.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 08:09

12 Smámynd: corvus corax

Í fyrsta lagi ætti að taka af alþingi heimild til að veita ríkisborgararétt, þar fer eingöngu fram misnotkun á heimildinni. Í öðru lagi er ekkert til í Noregi sem heitir vinarþel. Norðmenn hafa vaðið yfir aðrar Norðurlandaþjóðir með frekju og hroka og sérstaklega hefur það bitnað á Íslandi og Íslendingum í gegnum tíðina. Og nú síðast sýna þeir sitt rétta innræti gagnvart Íslendingum og Færeyingum varðandi makrílveiðarnar. Og í þriðja lagi ætti stjórnmálabatteríið að skammast til að klára endanlega mál ríkisborgarans Jóels sem bíður milli vita í Indlandi þótt eitthvert neyðarvegabréf hafi verið gefið út. Klúður alþingis í því máli er að ganga ekki endanlega frá málinu áður en fleiri bommertur verða gerðar á þessari óhæfu hallærissamkomu sem kallar sig alþingi þjóðarinnar.

corvus corax, 28.1.2011 kl. 14:52

13 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hér held ég að við séum komin með hreina og klára afstöðu til þessa máls. Það undarlega er að allir sem ég hef rætt þetta við eru í liði með okkur þannig varla er hægt að segja að þessir kumpánar tveir tilheyri einherjum þverskurði þjóðarinnar. Fólki finnst þetta bara vera rugl.

Gísli Foster Hjartarson, 28.1.2011 kl. 16:43

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið ofboðslega getur þessi corpus corvax bullað út í eitt..

Hvenær hafa norðmenn vaðið yfir aðrar norðurlandaþjóðir með frekju og hroka ?

Óskar Þorkelsson, 29.1.2011 kl. 01:16

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Óskar ! já einmitt ! þetta er alltaf að skjóta upp kollinum öðru hverju hjá sumum, reyndar nokkuð mörgum en ekki öllum, er þetta af minnimáttarkennd gagnvart norðmönnum ? eða er þetta hægt að rökstyðja ? hef stundum beðið um það í umræðum þetta, en fæ oftast "bara alltaf, halda að þeir eigi allt, alltaf að reyna að kúga okkur", og álíka málefnalegt,  gaman væri að fá pælingar um þetta, ekki endilega hér hjá Gísla á þessum streng um Árna og Sigmund, en einhverntíma einhversstaðar.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 29.1.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.