1.2.2011 | 16:00
Forvitnilegt?
Það verður gaman að sjá hvað kappinn tekur sér fyrir hendur núna. Veit að lið hafa verið að spá í hann hér og þar, en þekki bara ekki stöðuna á þeim málum þessa stundina. En ef hann er laus allra mála þá er hann atvinnulaus og getur gengið til liðs við lið hvar sem er geri ég ráð fyrir. Hef nú ekki trú á að kappinn sé að huga að heimferð eins og ég heyrði um jólin. Hann er eflaust með einhver spil á hendi sem að hann er að reyna að koma frá sér. Heyrði einmitt um jólin að Esbjerg myndi ekki standa í vegi fyrir honum ef að hann fyndi annan klúbb, þeir ætluðu ekki að fara fram á eitthvert verð fyrir hann, enda hann varadekk hjá þeim.
Gunnar Heiðar laus frá Esbjerg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það verður forvitnilegt hvað drengurinn gerir..
Sorglegt hvað það er búið að spilast illa hjá honum...
Manni fannst hann svo efnilegur.
Mér finnst að hann eða umbi hafi spilað illa oft og ekki rétt....
Haldið sig vera með Kónga en er kanski bara Sjöa(hann)...
Þetta er þolinmæðis spilamennska,og þarf að halda sér á mottunni,þó maður sitji hjá:):)
Mitt álit:)
Setti inná hjá þér í...Tæpt var það:)
Bestu kveðjur..
Halldór Jóhannsson, 1.2.2011 kl. 16:26
Tek undir þetta allt hjá þér Halldór ....þetta getur tekið á.
Gísli Foster Hjartarson, 1.2.2011 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.