Mál málanna þessa daganna virðist vera afstaða meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í Icesave-málinu en afstaða þingmannanna hefur valdið miklum titringi innan flokksins. Á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Eyjum verður gestur fundarins Árni Johnsen sem er á bandi formanns flokksins.
4.2.2011 | 15:47
...og Árni Johnsen í Eyjum
Bjarni mun verja málstað sinn í Valhöll á morgun og Árni Johnsen ætlar að tjá sig hér í Eyjum, fyrir áhugasama. Allavega samkvæmt þessari fréttatilkynningu sem ég stal af Eyjafréttum
Sjálfsagt verður Árni krafinn um skýringu á afstöðu þingflokksins og stöðuna í Icesavemálinu. Fundurinn hefst klukkan 11:00 í Ásgarði og eru allir velkomnir.
Nú er þetta bara spurning um færð, já og þreytu eftir æfingu í ræktinni, í fyrramálið hvort að maður nennir að skella sér og hlusta á Árna.
![]() |
Bjarni með fund í Valhöll um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.