Kristján Þór vinnur sér inn....

....fylgi! Kristján Þór Júlíusson ætlar greinilega að skjótast fram á næsta landsfundi og sækjast eftir formannsstólnum, ja allavega varaformanninum. ...eða er hann kannski bara að reyna að efla stuðning við flokkinn í norð-austur kjördæmi þar sem flokkurinn virðist njóta minnst fylgis í öllum kjördæmum?  Ég spái því nú að það verði forsetinn sem setur þetta í þjóðaratkvæði, ef svo fer en ekki þingið. Athyglisvert hefur mér samt fundist að maður heyrir sífellt í fleiri sjálfstæðismönnum sem hafa tekið afstöðu með Bjarna Ben í þessu máli. Auðvitað eru sumir hundfúlir út í hann en bara í gær hitti ég nokkra sem voru sammála ákvörðun Bjarna. Rétt er líka að taka fram að þetta var ekki eitthvað lið út innsta hring heldur svona sjálfstæðisfólk götunnar.   ....en það er nú engan veginn búið að ganga frá þessu máli enn.
mbl.is Vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Það er enginn ríkisábyrgð á icesave frekar en öðru einkafyrirtæki þessvegna skal það fara sömu leið og önnur einkafyrirtæki sem fara í þrot allt annað er með öllu óásættanlegt.

Með kveðju:

Sjálfstæðismaður götunnar

Elís Már Kjartansson, 5.2.2011 kl. 10:48

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já ok - og hvað gerðu menn við alla bankanna? fóru þeir allir í þrot og allir töpuðu öllu sem þeir áttu þar inni?

Gísli Foster Hjartarson, 5.2.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Nei það voru sett neyðarlög fyrir íslenska innstæðueigendur sem ábyrgðust að fullu innstæður íslenskra þegna eins og þú ættir nú að vita. Þessi neyðarlög halda á grundvelli þjóðréttarlaga og það hefur komið  nú þegar komið fram og ætti þér að vera fullu ljóst hinsvegar vilji brétar og hollendingar ábyrgjast sína þegna þá gera þeir það bara með sínum skattpeningum en að tala um ríkisábyrgð er fráleitt því hún er enginn og það er heldur ekki ágreiningsmál þessvegna er nú verið að reyna að böðla þessum ólögum í gegn.

Elís Már Kjartansson, 5.2.2011 kl. 13:34

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já ég veit en mér finnst en skrýtið að geta rekið banka í aljóðlegu umhverfi, með útibú í öðru landi, en lögheimili á Íslandi, en þurfa ekkert að ábyrgjast eigur þeirra er búa ekki á Íslandi. Þó svo að menn beiti þjóðréttarlögum. Voru menn ekki á því að borga á lágmarksinnistæðu mig minnti það. Einhver eru nú ágreiningsmálin fyrst menn segja að dómsmal geti fallið á báða vegu .... en við sjáum hvað setur, endar þetta ekki á því ða menn þurfa að fara á kjörstað, hugsa það.

Gísli Foster Hjartarson, 5.2.2011 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.