Bjarni í góðum gír

Hef bloggað um það áður í dag og í gær að ég tel að þessi fundur hafo styrkt stöðu hans sem formanns. Hann hefur jafnvel sent sumum hælnögurum sínum innan flokksins langt nef og rúmlega þar. Ekki má gleyma að þó nokkrir af þingmönnum flokksins standa við bakið á formanni sínum í þessu máli og það hlýtur að teljast styrkur. Svo er líka að sjá að margir af þessum mönnum séu að stíga fram og hrópa á móti orðum Staksteinahöfundar og þeirra er aðhyllast þá línu. Bjarni er með þessu í mínum huga að skilja ritstjóra MBL að lokum frá formannsstólnum. En svo getur náttúruelga vel verið að það sé komið fullt af andstæðingum Bjarna þarna inn sem dreymir ekkert frekar en að sjá þann gamla með krullurnar koma til baka, með sín vinnubrögð. Gaman væri að vita hvort margir af hinum hörðu stuðningsmönnum gamla formannsins hafi verið í Valhöll í dag og ætlað að skapa usla, en ekki tekist!!!!

Eins og lesendur þessa bloggs vita þá hef ég nú ekki alltaf verið hrifin af ákvörðunum og gjörðum Bjarna Ben en ég og hann erum saman í liði þarna. Held að þetta sé eitt af þeim skrefum. því miður að mörgu leyti,  sem þjóðin þarf að stíga til að öðlast frelsi, traust og samherja á alþjóðavettvangi. Það er ekki alltaf auðvelt að kyngja en stundum er eftirbragðið gott þó bitinn hafi verið seigur - vona að svo verði í þessu tilfelli - hef þá trú.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni Ben,vinur stórútgerðarrisanna í sjávarútvegi passar uppá vini sína.

Númi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég sem hélt að Bjarni væri bara í olíu og tryggingum!

Gísli Foster Hjartarson, 5.2.2011 kl. 21:17

3 identicon

hverjir eru stærstu kaupendur olíu hjá fjöldskyldufyrirtæki hans.?Útgerðin.?

Númi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 22:07

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bjarni hefur bæst í hóp landráðamanna þeim fjölgar óþarflega mikið!

Sigurður Haraldsson, 6.2.2011 kl. 00:57

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gísli - ég er einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem varð arfavitlaus þegar ég heyrði fyrst af þessu - eftir það aflaði ég mér upplýsinga m.a. með samtölum við 2 þingkonur sem þekkja MJÖG vel til.

Síðan var ég á fundinum. Það flutti Bjarni álið af yfirvegun osk skynsemi ö þótt sumir fjölmiðlar afi hlaupið efti buxnatali Sturlu ( þeim er tamt að hlaupa á eftir honum í einu og öllu ) þá voru þeir sem ekki sjá neitt gott við Bjarna ( hafa verið andstæðingar hans allt frá því að hann var kjörinn formaður ) lítill hópur sem ég vona að hugsi málið OG KYNNI SÉR ÁSTÆÐUNA FYRIR ÞVÍ AÐ BB VILL SEMJA NÚNA . Hann hefur alltaf haldið fram samningsaðferðinni ( sem ég var á móti ) og þau meta stöðuna þannig núna að lengra verði ekki komist. spurningin er ER ÞAÐ FÓLK SEM ENN VILL DÓMSTÓLALEIÐINA TIL Í ÞAÐ - RAUNVERULEGA - AÐ TAKA ÞÁ ÁBYRGÐ Á SIG - PERSÓNULEGA -??  Bjarni er að leggja pólitíska framtíð sína undir.- Og með réttu - tekur hann hagsmuni heildarinnar framyfir sína eigin. Hann gefði getað farið Þór Saari leiðina og farið í lýðskrum - en þar skilur á milli þeirra enn einu sinni - Bjarni er það miklu stærri maður en Þór Saari.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.2.2011 kl. 14:26

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ólfur Ingi ég sé að við erum báðir sammála þessari leið Bjarna - ég held að ef að við ætlum að geta tekið stór skref fram á við þá sé þetta leiðin, en ég er nú samt ekki eitt séní í þessu og þekki ekki hverja þúfu er af þessu snýr. Bjarni leggur allt undir og ég myndi ekki fella hann út frá þessu.

Gísli Foster Hjartarson, 6.2.2011 kl. 15:08

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:24

8 identicon

Að kjósa Icesave er að leggja blessun sína yfir siðlaust arðrán á þriðja heims þjóðum sem eru að slignast undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að bregðast fátækustu þjóðum heims á úrslita stundu í stað þess að koma með gott lagalegt fordæmi um undankomuleið frá þjóðarskuld. Þjóðarskuldir drepa lítil börn á hverri sekúndu, og drepa fleiri en sjúkdómar og matarskortur til samans. Það eru þjóðarskuldir sem lama Afríkuríkin umfram allt. Að kjósa Icesave, eða leggja blessun sína yfir það á nokkurn hátt, er að vera siðleysingi og viðbjóður sem getur ekki kallað sig manneskju, og á sjálfur skilið að deyja eins og börnin sem eru að deyja núna undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að vera hugleysingi og ragmenni sem þorði ekki að berjast fyrir réttlætinu, og á ekkert gott skilið.

Að kjósa Icesave er að vera viðbjóður.

Ég kýs ekki Icesave!

Make Poverty History!

http://www.makepovertyhistory.org

M@P@H@ (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.