Íllt í efni!

Ekki það að þetta sé það sem að maður vill heyra. Trúi ekki öðru en að menn finni á þessu góðan og ásættanlegan flöt áður en allt fer í óefni. Verð nú líka að segja að það hryggir mig að vissu leyti að heyra Arnar Sigurmunds vera að tjá sig í fjölmiðlum í þessu máli. Maður sem er svo hinn daginn að eyða peningum verkafólks í nafni Lífeyrisjóðanna í landinu. Ekki hægt að gera þetta og ekki hægt að gera hitt svo tapa menn milljörðum af fé verkafólks í einhverjum leikjum sem þeim finnst gaman í. Þessir menn eins og Arnar verða að átta sig á því að þeir geta ekki frontað alls staðar.

...og hvað var þetta sem var í fréttunum í hádeginu frá verkalýðsforkálfunum að menn vilji ekki semja fyrr en málin varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið séu klár en samt bjóða þeim starfsmönnum í fiskimjölsverksmiðjum samning!!!! Eru menn ekki alveg búnir að ákveða sig eða?

Sem aðili  með fyrirtæki í hef ég sagt að það voru mistök hjá SA að stilla þessu svona upp og ég held að menn eigi eftir að fá að heyra það á næstunni en frekar en nú er orðið - því miður. fyrir þá.

Vonandi finna menn fljótlega farsæla lausn í þessu máli.


mbl.is Vinnustöðvun samþykkt í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Já við skulum vona að lausn finnist á þessari deilu..það yrði mikill skellur fyrir marga eyjamenn ef verkfall yrði..og myndi dragast á langinn..en við vonum það besta.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 7.2.2011 kl. 22:35

2 identicon

Það þarf að setja lög á þetta verkfall.  Það á eftir að gera stærri samninga í landinu og það er ekki hægt að láta Drífanda leggja línuna fyrir markaðinn.  Ég veit það er ömurlegt að þurfa að setja lög, en þjóðarhagur gengur fyrir í þessu máli.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 22:46

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Af hverju á alltaf að setja lög á allt? Auðvitað er hellingur undir og báðir aðilar eiga að gera sér grein fyrir því og því ættu menn að geta fundið flöt á málinu án lagasetningar. Fannst gaurinn sem viðtal var við í hádeginu alveg skjóta viðsemjendurna út í horn. Hann lét líta út eins og þeir töluðu í hringi!!!

Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2011 kl. 22:49

4 identicon

Það er ekkert verið að tala um að setja lög á allt.  Ég er í prinsipinu á móti slíku á kjaradeilur.  Í þessu tilviki er Drífandi að spila sóló og nýta sér loðnuvertíðina til að lyfta kjörum á öllum vinnumarkaðnum, því það er vitað að það fylgja allir aðrir á eftir.  Menn verða að vinna þetta heildstætt og tryggja að hér náist stöðugleiki á ný. 

Jón Óskar (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 22:57

5 identicon

Og til að bæta við að þá held ég að starfsmenn í bræðslum eigi bara mikla samleið með skilyrðum SA fyrir kjaraviðræðum, þ.e. að kvótamál verði sett á hreint.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:03

6 identicon

vonandi verða þá sett lög á SA, svona til tilbreytingar,þeir hafa nefnilega ekki þurft annað en bíða eftir lagasetningu á sjómenn,þegar sjómenn hafa boðað til aðgerða til að semja um sín kjör.það væri gaman ef dæmið myndi einusinni snúast við og þeir yrðu skyldaðir til að borga mannsæmandi laun.

árni (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:06

7 identicon

Það er örugglega hægt að útfæra slík lög, en þau gætu aldrei falið í sér stöðvun veiða. 

Jón Óskar (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:10

8 identicon

Þetta fellur um sjálft sig hjá Drífanda. Ísfélagið klárar kvótann með því að landa aflanum á Þórshöfn. Ekkert verkfall þar.

Svanur (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:53

9 identicon

Þetta er akkurat það sem er Svanur að þetta verkfall setur enga pressu á einn né neinn að það sé verið að stöðva nokkrar bræðslur á landinu, það verður bara siglt á næsta stað og landað þar. Það eina sem þetta verkfall mun gera er að þessir menn og þeirra bæjarfélög tapa á þessu því ver og miður.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 09:33

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hvað eru margar bræðslur eftir í landinu utan þessa svæðis?

Gísli Foster Hjartarson, 8.2.2011 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband