8.2.2011 | 19:56
Vindasamt í Eyjum!
Ekkert títt við það kunna margir að segja, og hafa rétt fyrir sér. En það er kraftur í veðrinu núna og þá ekkert hafi farið af stað hérna hjá okkur á Fjólugötunni þá tekur greinilega vel í. Sá að Björgunarsveitarmenn voru komnir til að festa grindverkið á horninu á Strembunni hjá afmælisbarninu Heiðrúnu Láru og Gunna karli hennar og þegar á efri hæðinni býr Gunnar Geir ásamt fjölskyldu sinni. Sýndist Óli Snorra liggja úti í glugga að fylgjast með. Vona að allir sleppi vel frá þessu. Bakkaði hérna út úr innkeyrslunni áðan, þurfti að sækja stelpuna niður í bæ, bakkaði út á götuna á svellið sem þar er og bíllinn skautaði bara af stað á hlið út Fjólugötuna en sem betur fer ekki nema svona kannski 150 cm, því þá kom svelllaus kafli við afturdekkin og bíllinn rann í rétta stöðu og ég keyrði af stað.
Búið að opna Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Karlinn minn svo fór bara að fjúka hjá ykkur.Vonandi er allt í góðu því veðurofsinn hér er svakalegur.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 21:37
Já já allt í góðu, nlosnaði á milli tveggja platna hérna á bak við ekkert sem 8 naglar og tvær spýtur geta ekki lagað - en meira helv. skíta veðrið. Hugsa að kviðurnar á húsinu hérna áðan hafi verið einhverjar þær verstu þau 12 ár sem ég er búinn að búa hérna
Gísli Foster Hjartarson, 8.2.2011 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.