10.2.2011 | 10:42
Hvað gerist?
Það held ég að það verði líf og fjör á vigtinni hjá Torfa hér í Eyjum. Mikið rúntað fram og til baka með körin sem eiga að fara í gáma!!!! Engin aðstaða til að allir landi þarna beint fyrir neðan vigtina í einu. Spurning um að koma sér upp færanlegri vog - bara svona trukk sem vigtar aflann og keyrir á milli!!
![]() |
Nýjar reglur um vigtun afla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
.. eða vinnslustöð til að vinna aflann ... svo hann fari ekki út eins og megnið af fiskinum úr eyjum.. óunnin
Óskar Þorkelsson, 10.2.2011 kl. 10:57
Þar fauk hinn margrómaði sveigjanleiki (sjálfstæðismanna) úr kvótakerfinu.
15-50% kvótaskerðing hjá mörgum útgerðum.
Níels A. Ársælsson., 10.2.2011 kl. 11:41
Já Nilli, þú ert aldeilis heppinn, löngu búinn að selja kvótan og hættur útgerð.
Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 13:53
Samúel.
Ég hef ekki selt neinn kvóta, ALDREI. Og í öllum bænum hættu að væna mig um þann þjófnað, að öðrum kosti fer ég að segja sannleikann um þig.
Níels A. Ársælsson., 10.2.2011 kl. 14:00
Sæll Níels,
Samhv. vef fiskistofu er 407 þorskígildi á Bjarma skrnr 1321, fiskveiðiárið 2001 - 2002.
Fiskveiðárið 2002 - 2003 er staðan orðin 0.
07.08.02 virðist öll aflahlutdeild hafa verið flutt af Bjarma yfir á Tómas Þorvaldsson skrnr 1006, Rifsnes skrnr 1136 og Örvar skrnr 239
Ég held að það sé réttur skilningur hjá mér að þú hafir átt Bjarma á þessum tima auk nokkura ára fyrir og eftir. ef þetta er rangt biðst ég að sjálfsögðu velvirðingar á því
P. S. Ég sef alveg rólegur þó þú segir sannleikann um mig.
Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 20:33
Bíðum nú við erum við að fara að upplifa hasar hér?
Gísli Foster Hjartarson, 10.2.2011 kl. 21:23
Það er spurning Gísli.....
En mér þætti gaman að sjá hvernig þeir ætla að útfæra þess vigtun á Hafnarvogunum...
Ég er fyrrverandi Vigtarmaður í vinnsluhúsi...
Halldór Jóhannsson, 11.2.2011 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.