Fínt að fá kappann heim

Þó ég personulega telji ekki kominn tími á að snúa heim, þá er þetta nú hans val og ég gleðst yfir því að félagið mitt fær liðsstyrk. Við erum núna klárlega með eitt af 4 bestu liðunum í deildinni og eigum því að stefna á stærstu dollurnar óhikað.  Velkominn heim Gunnar Heiðar.

....svo segir mér nú reyndar líka hugur að það sé eins gott að það gangi allt upp því að eins og liðið er skipað í dag þá kostar reksturinn sitt og ekkert má útaf bregða, því gæti farið illa. Nóg er nú strögglið búið að vera í gegnum árin við að rétta reksturinn af og reyna að koma jafnvægi á hann svo að menn fari ekki að fá högg núna. ....en við náum nú líka kannski að selja eins og 2 pilta í lok sumars. Þá verður þetta í lagi.  ......áfram ÍBV


mbl.is Gunnar Heiðar á leið til ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég er glaðari með þessa frétt, að Gunnar Heiðar er á leið til okkar hér í Eyjum,  heldur en ég hefði fengið stærsta vinning í happadrætti.  Sæll og glaður Gísli minn,  svo sannarlega. Kveðja 

Þorkell Sigurjónsson, 10.2.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já félagi Þorkell við erum nú ekki þekktir fyrir að gráta svona fréttir. Við vorum komnir með eitt af 4 bestu liðunum fyrir komu hans og tryggðum okkur en frekar í sessi þar. Þó svo að ég sem fyrrverandi ráðsmaður leyfi mér alltaf að hafa áhyggjur af peningahlið hvers félags. - Kær kveðja

Gísli Foster Hjartarson, 10.2.2011 kl. 23:11

3 identicon

Fögnum hverjum þeim "EYJAMANNI" sem snýr á heimaslóðir.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 11:40

4 identicon

Þetta er frábært fyrir fótboltann! Vanalega fá FH, KR, Valur þá leikmenn sem hafa verið í atvinnumennsku. Auðvitað eiga Eyjamenn að keppa við þessi lið og sýna metnað til að fá þessa leikmenn heim aftur. Auðvitað kostar þetta allt sitt en það hlýtur að skipta miklu máli fyrir bæjarbúa að eiga frábært lið og mikilvægt fyrir yngri leikmennina að sjá fyrirmyndirnar spila.

Láki (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.