Díoxín hér díoxín þar!

Þessar díoxínumræður fengu mig til að velta upp stöðunni hér í Eyjum. Fiskvinnsla er hér mikil, sem og útflutningur, eins og flestir eflaust vita. Ef að þessi díoxínmengun færi nú út fyrir allan þjófabálk og kvartanir samtök fiskvinnslustöðva vildu mótmæla þessu þá kæmi upp skondin staða því formaður samtaka fiskvinnslustöðva er líka formaður nefndarinnar hjá Vestmannaeyjabæ sem á að sjá til þess að þetta sé í lagi innan bæjarmarkana.  Maðurinn yrði því að kvitta undir bréf til sjálfs síns ef svo má að orði komast - svona geta hlutirnir orðið skondnir og pínlegir - þó ég reikni nú ekki með neinu svona klúðri. En Arnar er óvart í þessari stöðu.

Þetta minnir mig á dæmisögu sem mér var sögð fyrir nokkrum árum þegar sami maður sat líka í bæjarstjórn og í stjórn Bæjarveitna Vm. Sagan gekk svona A mætti á fund á bæjarveitunum  samþykkti hækkun fór svo 250 metra og skrifaði bréf frá fiskvinnslustöðvunum og mótmælti þessari hækkun labbaði svo með bréfið á pósthúsið. Sat svo fund í bæjarstjórn þar sem hækkunar beiðnin var samþykkt!!!!

Sumir vilja væntanlega meina að mér sé illa við Arnar út frá þessum bollaleggingum en svo er alls ekki. Er bara að benda á þessar pínlegu stöður sem koma upp ef menn eru ekki á tánum við að skipa í hitt og þetta. En Arnar hefur lengi að því er virðist verið nánast sá eini innan íhaldsins sem þeir treysta í hitt og þetta og í staðinn hefur hann verið eins og þeytispjald á milli nefnda og ráða sem að hinu og þessu koma. Þetta gerist líka af því að menn eru nánast alltaf að velja í allt eftir pólitískum línum en ekki endilega að gefa áhugasömum og hæfileikaríkum íbúum bæjarfélags tækifæri til að taka þátt í að gera góðan bæ betri. Pólitíkin er nefnilega oft engu betri en útrásarvíkinga syndrómið endalaust verið að troða "sínu fólki" en oft horft framhjá hæfileikaríkum og áhugasömum einstaklingum - það er eins og menn hræðist að missa einhver, oft á tíðum, ímynduð völd!!!!!


mbl.is Díoxínmengun fréttist víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það hefur aldrei verið upplýst hvaðan þær komu upphaflega þessar frétir um einhverja díoxín mengun, þarna kringum Ísafjörð.

Mé rsýnist að eitthvað af þessum ofsatrúuðu umhverfisverndarsinnum séu á bak við þetta, og ef svo er þá trúi ég ekki einu einasta orði af þessum fréttum.

Þetta getur allt saman verið uppspuni og lýgi.

Það verður fyrst að upplýsa hverjir stóðu á bak við þetta, hverjir tóku sýni og hverjir önnuðust sjálfa efnagreininguna.

Tryggvi Helgason, 11.2.2011 kl. 21:16

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæl Tryggvi - þakka innlitið.

Já ég veit ekki hvað veldur þarna fyrir vestan. En mér skilst að það hafi átt að mæla hér í Eyjum í dag. Svo þurfa menn að bíða í 4 til 8 vikur skilst mér eftir niðurstöðum, man ekki hvað sá sem sagði mér þetta sagði að tíminn væri langur. Vona að við vorum betur út úr þessu en maður að vestan.

Hver mældi þetta og slíkt veit ég ekki. Neita að trúa því að einhver sé svo grillaður að fara að gera þetta af illum hug einum saman. Tek því undir þetta hjá þér með hverjir stóðu á bak við þetta? hverjir efnagreindu? - Menn eiga heimtingu á því að fá svör við því.

bestu kveðjur

Gísli Foster Hjartarson, 11.2.2011 kl. 21:39

3 identicon

Hér um árið átti að hafa komið eitthvað banvænt upp úr strompunum í álverinu í Straumsvík, efnaverkfræðingur upplýsti menn um það að ef höfðinu væri haldið ofan í strompinum í lengri tíma gæti það skaðað. Er þetta ekki eitthvað álíka upphlaup þarna fyrir vestan?Einhverjir stjórnmálamenn að veiða atkvæði með smá stybbu fyrir agn.

axel (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 21:53

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Aumt er eðli manna Axel ef tilgáta þín reynist rétt.

Gísli Foster Hjartarson, 11.2.2011 kl. 22:28

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Gísli - svona vegna þess að mér virðist athugasemdir leiða í ljós að menn hafi áhyggjur af því að verið sé að búa til orðróm um mengun sem líklega væri plat og eingöngu til að slá pólutískar keilur, langar mig að leggja inn í þessar hugleiðingar þá spurningu hvort menn halda virkilega að það sé eitthvað grín að bóndi þarna í nágrenninu þurfi að hætta búskap og fella allan bústofninn..........Nei þetta er rammasta alvara og hugsið ykkur hvað þetta er að gera fyrir útflutning á verðmætum frá hinu hreina og ómengaða Íslandi - þetta þarf að vera í lagi og ætti í raun að vera stöðug mæling við þessar stöðvar.............

Eyþór Örn Óskarsson, 12.2.2011 kl. 00:17

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Eyþór Örn  Það er eins og ég segi hérna að ofan aumt eðli manna ef að þetta er einhver leikur. Get bara sagt þér að mér fannst hörmung að heyra þessar fréttir að það þyrfti bara að bregða búi útaf þessari mengun - skelfilegt. Það er með þetta eins og margt annað hér á landi sem hefur verið vanrækt það þarf að taka á þessu föstum tökum. Svonamælingar eiga að vera mjög reglulegar. EIns og þú segir  hvað geta fréttir af svona löguðu gert hinu ómengaða Íslandi? Þú tekur dæmið að vestan. Ég tók blessaða eyjuna mína - þar sem sorpbrennslan er á hæð fyrir ofan austur bæinn. Hvað getur gerst ef að fregnir af margfalt leyfilegri mengun berast kaupendumaf fiski héðan t.d.? alveg óháð því hvort það mælist óleyfilegt magn eða ekki þá eru menn strax komnir í vörn í sölu afurðanna og það er ekki gott.   ....þeta ástand sem hefur verið í umræðunni síðustu daga og vikur er algjörlega ólíðandi ef að þú spyrð mig.

Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.