Karlinn að rústa þessu

Mr. Bæringsson að rústa sænsku deildinni!!!! Las skemmtilega grein eftir tröllið um daginn þar sem hann í raun var pínulítið að skammast út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki tekið ferill sinn alvarlegar fyrr - hver veit hvar hann væri þá í dag? Ég er náttúrulega vel sáttur við þann tíma sem hann spilaði með mínum mönnum frá Stykkishólmi. En auðvitað er það svo að enginn veit hvert ferillinn hefði borið hann ef einbeitningin hefði orðið meiri fyrr. Ekki það að ferillinn sé afleitur. Kannski hefði piltur ekki komið heim frá Hollandi heldur áfram eitthvað lengra suður á bóginn og spilað í sterkustu deildum Evrópu. Ég er þess fullviss að hann er vel fær um það. Ef spilamennskan verður áfram góð, engin meiðsli og lítil lukkudís gengur í lið með honum þá getur allt gerst. Við getum hinsvegar lítið gert í því nema að senda Hlyni góða strauma - já það sama á líka við aðra leikmenn sem við höfum mætur á og spila erlendis - og vona að allt fari á besta veg. 

Megi þér áfram ganga sem allra allra best meistari Hlynur Bæringsson.


mbl.is Hlynur stigahæstur í enn einum sigri Sundsvall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já skemmtileg grein hjá meistara Hlyni Bæringssyni..

Las hana á Skessuhorni....

Vona að aðrir ungir menn/konur sem vilja ná árangri lesi þessa grein og hlusti á sér vitrara fólk í þessum bransa:)

Man vel eftir honum síðan í denn í Grundó:)

Halldór Jóhannsson, 11.2.2011 kl. 21:41

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já virkar sem topp eintak pilturinn - pistillinn vikrilega góður. Ætlaði mér nú alltaf að koamst yfir búning frá kappanum í safnið. Verð að ræða betur við minn tengilið við körfuna til að verða mér úti um eintak.

Gísli Foster Hjartarson, 11.2.2011 kl. 23:52

3 identicon

Það er spurning um að koma sér vel á réttum stöðum.

Anna María (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 18:21

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Veitir þú aðgang Anna María? Var búinn að ræða þetta við Frikka vin minn Stefáns hjá Njarðvík og ég fékk búning frá honum Frikka  og mér skilst að hann hafi einhvern tíma nefnd þetta við Hlyn, en ég hef svo sem ekkert gengið um of á eftir þessu.

Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2011 kl. 20:58

5 identicon

Ekki veiti ég nú aðgang, hinsvegar hef ég tengsl. Sjáum hvað setur, skal nefna þetta.

Anna María (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:58

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hafðu heila þökk fyrir það Anna María. Bestu kveðjur

Gísli Foster Hjartarson, 13.2.2011 kl. 11:05

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já og það er ekkert mál að borga fyrir svona búning ....höfum það nú á hreinu.

Gísli Foster Hjartarson, 13.2.2011 kl. 11:06

8 identicon

Skilst að þetta bjargist, er þér mikið í mun að fá þetta áritað? Þá kemur þetta ekki til þín fyrr en með vorinu, skiptir það nokkur?

Anna María (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband