Glæsilegur sigur

Glæsilegur sigur í dag. Menn klárlega enn á flugi. Það er gaman að vera stuðningsmaður mávanna þessa dagana. Efstir og með leiki til góða á liðin fyrir neðan. Sigurinn í dag 4-1 og við komumst í 4-0, ekki slæmt. Flugið á Brighton er gott og verður vonandi áfram út tímabilið, yrði ömurlegt að gera í buxurnar á loka kaflanum.

Hemmi var líka í liðinu hjá sínum mönnum í dag í góðum sigri. Ívar Ingimars kominn í liðið hjá Reading, eins og við var að búast þegar hann er heill, en þeir töpuðu fyrir Norwich á útivelli, sem er náttúrulega ekki ásættanlegt.

Crewe liðar með Ajay Leitch í byrjunarliðinu gerðu jafntefli heima við Gillingham og misstu þar með af dýrmætum stigum í topp baráttunni.


mbl.is Tottenham í fjórða sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.