Úlfaldinn og mýflugan

Alveg finnst mér þetta makalaust. Þetta eru umræður á hinu háa Alþingi, ekki satt?  Þarf að spyrja spurning eftir einhverju ákveðnu formi? Þó manni líki ekki spurningar þarf þá að svara svona? það er pottþétt hægt að svara öðruvísi og komast þannig frá málinu að báðir aðilar skilji sáttir og skilaboðin komist til skila.

Langar nú samt að hvetja báðar þessar þingkonur til að halda áfram að vera þær sjálfar, því án þeirra hefði ekki orðið nein frétt úr þesssu. Þær eiga líka báðar að njóta þess að sitja á þingi þetta kjörtímabil því ég er ekkert viss um að þær verði á þessum vinnustað þegar búið verður að kjósa aftur.


mbl.is Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú vinnubrögðin sem vísað er til í máli Þorgerðar vera eitthvað til að hafa áhyggjur af hjá stjórninni.  Vona að minnsta kosti að hún fari að lögum svo Hæstiréttur verði ekki upptekinn af því út kjörtímabilið að gæta stjórnarinnar og þess að hún fari að lögum.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 14:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já já - mér finnst bara í góðu lagi að spyrja stundum svona til að ýta að eins við fólki, það á ða hvetja fólk til að vera á tánum. Vonum bara að það komi eitthvað gott útúr þessari nefnd eins og Icesave samninganefndinni. Nú aldeilis lyfting á suðurnesjunum bara 32 milljarðar í umræðunni þar - bara flott og svo er ferðamannatímabilið að fara af stað. Það verður aldeilis upplyfting víða hef ég trú á.  Það sem ég hræðist er að fólk haldi að það komi hér aftur einhver (innistæðu laus) 2007 fílíngur 1, 2 og 3.

Gísli Foster Hjartarson, 17.2.2011 kl. 14:54

3 identicon

Gísli minn, þetta fer alltaf í hringi.  Það kemur góðæri og fer í hápunkt eftir 5-6 ár og þá verður leigusamningur Umboðsmanns skuldara í Kringlunni líkast til útrunninn og maður væntanlega kominn í bullandi ráðningarferli á nýjan leik og reyna að fá kanónurnar frá 2011 aftur um borð og í leit að stærra húsnæði.  Æi .... vonandi ekki

Jón Óskar (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 18:15

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hvenær var góðæri? þetta var sirkus Jón Óskar ekki góðæri!!!

Gísli Foster Hjartarson, 17.2.2011 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.