Yrði algjört áfall

það yrði nú ljóta afhroðið hjá okkur með öll þessi viðskipti í Evrum ef hún skyldi nú misstíga sig illa og verða að engu. Það er ég hræddur um að margir yrðu brjál. Við skulum bara vona að hún haldi sjó okkur til stuðnings.

Heyri það líka á umfjölluninni um þessar umræður að bráðum fáum við vitræna umræðu um ESB kosti og galla. Hvað innganga getur gert gott fyrir heimilið í innkaupum og í betri lánum, Hvað innganga getur gert margt slæmt fyrir heimilið og svo framvegis. Hvað verður um bændur? Hvað verður um þetta og hvað verður um hitt.


mbl.is Slæmt fyrir Ísland ef evran hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sammála Gísli, maður saknar þess að sjá og heyra fólk ræða þetta af skynsemi, en held ekki það muni gerast á næstunni því miður, enda kannski ekki alveg tímabært ennþá að fara í þetta af fullri alvöru, ýmislegt að laga heima fyrir fyrst.

En svo á maður samt erfitt með sig  svo ég spyr, afhverju er alltaf verið að pæla í því hvað Ísland og Íslendingar "fá" eða "ekki fá" við inngöngu ?

ESB er ekki einhver feit gylta sem liggur bara þarna og bíður eftir fleiri "grísum" á spenana, innganga þýðir skyldur og ábyrgð líka, styrkur stærri einingar gegn restinni af veröldinni, sparnað, jú kannski í formi sameiginlegs reksturs á ýmsum stofnunum, en betur stæð ríki (eins og Ísland eiginlega er, eða talið vera) geta ekki reiknað með að "fá" nema jú aðgang kannski að auðlindum hinna, en þá ekki án þess að hleypa "hinum" í sínar osfrv osfrv. að ógleymdu "fullveldisóttanum" hjá mörgum, eða öllu heldur óttanum við að fullveldið tapist við inngöngu.

Er virkilega tímabært að fara með umræðuna á fullt út í þjófélagið núna og stefna eldhratt að þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Er efins, en það er bara mín tregða

Kv. að utan til eyja

KH

Kristján Hilmarsson, 17.2.2011 kl. 22:10

2 identicon

Ég skil enn ekki hvað þarf að ræða í þessum málum - það er bara að lesa Lissabonsamninginn, það er það sem Íslendingar "fá".

Gulli (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 22:24

3 identicon

"Ég skil enn ekki hvað þarf að ræða í þessum málum - það er bara að lesa Lissabonsamninginn, það er það sem Íslendingar "fá"."

Og það er hann sem ræður ef að upp kemur ágreiningur, stjórnarsrkrá Íslands verður skeinipappír ef að hún stangast á við Lissabonsamninginn.  Það er þar sem hluti af fórn fullveldis liggur.

Stebbi (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 23:57

4 identicon

Eru þá stjórnarskrár 27 landa skeinipappír? Ég þekki engann íslending, sem býr í EU landi sem kvartar undan lífskjörum, en ég þekki marga á Íslandi, sem eru að gefast upp á tilvistinni í því landi. Hvers vegna? Það þarf fólk með viti til að stjórna landinu.Tek fram, hef sjálfur búið erlendis í 22 ár og fer aðeins til Íslands í neyð.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 11:37

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég tek nú undir með þér þarna V. Jóhannsson. Fólk virðist en að mínu mati fast í þeirri hugmynd að hér sé allt mest og best. Við séum einstök og þar frameftir götunum. Við þurfum hér betri stjórnendur og við þurfum fólk sem býr erlendis til að koma með innsýn í hlutina.

Ég sakna þess að sjá ekki samanburð á t.d. launum kennara eða prentara í nokkrum ESB löndum og á Íslandi og já hvernig launin nýtast í hverju landi fyrir sig ekki eitthvað heimafært á Ísland dæmi. Þannig að maður sjá t.d. hvernig skiptast laun í þessum löndum og hér. Hvað fer í mat, reikninga, húsnæði og svo framvegis. Veit ekki til þess að svona samanburður hafi en verið gerður.

Gísli Foster Hjartarson, 18.2.2011 kl. 18:48

6 identicon

Sæll - Þar sem þú talar um raunhæfann samanburð, þá er illt í efni, því verðtrygging og okurháir vextir skekkja myndina það rosalega að samanburður er fullkomlega óraunhæfur og svo hafa Íslendingar aðeins annann hugsunarhátt, sem getur orðið dýrkeyptur erlendis eins og á Íslandi, en það er að fjárfesta langt umfram efni og göslast hugsunarlaust áfram með - þetta reddast- planinu , en lífið er ekki svo einfalt.Ég var í Svíþjóð fyrstu árin og það sem kom mér mest á óvart var stapílt verðlag árum saman og samningar um sjálfvirkar launahækkanir þrjú ár fram í tímann upp á 2,5 - 3% ár hvert eða miðað við áætlaða þenslu( verðbólgu) hvers árs. Þetta skipulag stóðst allann tímann sem ég bjó þarna eða 19 ár og jókst kaupmáttur frekar en ekki á þessu tímabili. Vextir af lánum eru miklu lægri og vel viðráðanlegar afborganir bæði af bíl og fasteignum. Yfirvinna er ekki unninn, nema atvinnurekandinn biðji um það með varúð og virðingu fyrir starfkraftinum og á hann það til að launa etthvað aukalega ef vel gengur.Í Svíþjóð er sá hugsunarháttu fólks,að fyrst kemur fjölskyldan og síðan vinnan og þú ferð heim að dagvinni lokinni! Þú nefnir prentara og það vill svo til að ég er prentari.Þeir sem byrja að vinna erlendis fá ekki laun fyrr en eftir tvo vinnumánuði, því viðkomandi á alltaf einn mánuð inni. Einn unninn og svo annar og þá koma laun fyrri mánaðarins. Ég vann aldrei yfirvinnu, en þegar ég sá netto launin á kontóinu, þá sá ég að ég gat klipt cretitkortin frá Íslandi á staðnum með glöðu geði.  Nota alltaf debet og á alltaf fyrir því sem ég kaupi. Það er lífsmunstrið í Evrópu, allavega hjá þeim sem hugsa og afkoman er þokkaleg. Hér sem ég bý í dag eru allar læknavitjanir, hvort sem það er heimilislæknir eða spesialisti, allar rannsóknir á sjúkrahúsum, skiptir ekki máli hvað þær snúast um og í ofanálag öll lyf frí!! Þetta gildir fyrir ellilífeyrisþega, en aðrir þurfa að borga smá slanta(miklu minna en á Íslandi.  Ef ég hefði ung börn á framfæri sem eru  á skólaaldri þá eru Noregur og Danmark skárri kostur en Svíþjóð, en sparnaður er allstaðar og er staðan verst í Svíþjóð núna.Heilsuvernd hefur líka slakað mikið í þessum löndum og er nauðsýnlegt að kanna hvernig staðan er í misjöfnum kommúnum. Það má taka fram í lokin, að það er ALLT ódýrara í þessum löndum og þótt víðar væri leitað en á Íslandi. Ef ég hefði verið á Íslandi 2007, þá væri ég búin að búa erlendis núna í bráðum 4 ár. Bara svo þið skiljið stöðuna. Efnahagsástandið á eftir að versna til muna næstu misserin. Ég held að fyrstu afborganir af Kárahnjúka lánunum eigi að greiast 2011. Sem sagt vextir og afborganir. Það eru einhvejir milljarðar að sjálfsögðu. Fyrir hin almenna borgara er EU betra-Fyrir þá cynisku er það verra, því þar er það græðgin sem stýrir,því miður. Kveðja

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband