Ég geng nú lengra en þetta!!!

Af þeim 9 sem þetta var nefnt við í dag hér í smiðjunni - óformleg könnun - voru 8 sem sögðust myndu styðja samkomulagið. Fólki fannst líka í góðu lagi að forsetinn hafi vísað þessu til þjóðarinnar. En við skulum ekki gleyma að langt er til kosninganna og margt getur breyst þangað til - ekki ætla ég að missa svefn yfir þessu.

En afskaplega finnst mér dapurt með þetta mál eins og sum önnur að sumir geta einfaldlega ekki tjáð sig um sum málefni nema að blanda ESB inn í málið. Hverslags er þetta eiginlega á fólk sér ekkert líf orðið? Það er allt orðið ESB þetta eða ESB hitt - við fáum væntanlega að greiða atkvæði um það síðar, skil heldur ekki alveg fólk sem varla nær andanum útaf ESB og spyr í sífellu af hverju eigum við að vera að hoppa um borð í sökkvandi skip? Ég veit ekki ESB skútan er þó enn á floti en það er annað en hægt er að segja um það sem gerðist hér þar sem allt sökk fjandans til. Málið er að fyrst þurfum við að ná áttum í þessu blessaða samfélagi áður en við gerum lítið úr öðrum - er það ekki ágæt byrjun? Við þurfum t.d. að kjósa um þetta blessaða Icesave slys. Forseti vor sá til þess og ekki skamma ég hann fyrir það tækifæri.

Öndum rólega annars verðum við sprungin áður en við komum að endalínunni.


mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sama sagan hér Gísli. Er búinn að ræða þetta við mjög marga og víða að í dag og niðurstaðan er alveg sláandi.  Nánast allir vilja samþykkja samninginn.

Þórir Kjartansson, 21.2.2011 kl. 20:12

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Þórir - takk fyrir innlitið - Já ég er mjög hissa á þessum viðbrögðum, þ.e.a.s. að það sé svona afgerandi. En þetta getur nú breyst á næstu dögum og vikum. En mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vildu sjá þetta samþykkt hafi hingað til haft hægt um sig en séu nú að vakna og verða kannski áberandi um stund.

Gísli Foster Hjartarson, 21.2.2011 kl. 22:50

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Allir spjallþættir og "viðtals"þættir RÚV, og allir dálkar Fréttablaðsins, verða nú smekkfullir af dómsdagsspámönnum ríkisstjórnarinnar "þar til stjórnvöld telja almenning nægilega marineraðan í úlfsúlfar-legi til að hleypa megi honum á kjörstað." (#)

Geir Ágústsson, 22.2.2011 kl. 08:06

4 identicon

2 identicon

Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem sönn lýðræðishetja og frá hans bæjardyrum séð hefur málið aldrei snúist um annað en lýðræðisleg princip. Þeir sem ekki skilja það skortir alla menntun, fágun og næmni þá sem þarf til að þekkja þann anda sem hefur stírt Vestrænni menningu frá dögum frönsku byltingarinnar. Þeir eru því sem blindir og heyrnarlausir væru, sem fáfróðir túristar í eigin landi og skilja ekki sinn eigin uppruna. Slíkir menn sjá bara ímyndaðar andstæðar fylkingar, rautt og blátt, já og nei, hægri og vinstri, hvíta og svarta, homma og gagnkynhneigða, kristna og múslima, bullum og ruglum. En það hefur bara ekkert með raunveruleikan og frelsið að gera og er þeirra eigin ímyndun. Lifi sannleikurinn og lifi lýðræðið!

Kjóstu það sem þú í raun og sannleika, innsti inni trúir. Láttu hvorki flokkadrætti, hræðslu né áróður. frá hvorugri hliðinni, hafa áhrif á svona mikilvæga ákvörðun. Hlustaðu á sjálfan þig, þína lægst hvíslandi röddu innst inni í sjálfum þér. Það er ekki eins erfitt og þú heldur. Ef þú finnur hana ekki, ekki kjósa því þá muntu bara kjósa vitleysu.

Ógildar og siðlausar ástæður fyrir að taka afstöðu með eða á móti: flokkadrættir, skoðanir manns á alþingi, skoðanir manns á forsetanum, skoðanir manns á Bjarna Benediktssyni, skoðanir manns á Sigmundi Davíðssyni og svo framvegis...Ekkert svona flokkadráttabull, takk! Hugsaðu sjálfstætt! Þú getur það!

Leti komin út yfir öll mörk velsæmis og orðin að argasta siðleysi. Að ætla að kjósa já afþví maður "nenni þessu ekki". Ekki kjósa já, eða nei, ef þú finnur enga siðferðilega gilda ástæðu. Leti og ómennska er til háborinnar skammar! Ef þú hefur ekkert nema ómennsku ástæður fyrir að kjósa eitthvað, slepptu því þá!

Pabbi sagði þér að kjósa þetta. Kunningjahópurinn sagði þér að kjósa hitt. Vinnuveitandi þinn kýs þetta. Fjölmiðlar sögðu þér að kjósa hitt. Alþingi sagði þér að kjósa þetta. Við höfum ekki pláss fyrir skoðanalausa hálfvita. Taktu þínar eigin ákvarðanir eða slepptu því að kjósa!

Og hvað sem þú gerir í lífinu, í þessum málum eða öðru, aldrei nokkurn tíman láta hræðslu stíra ákvörðunum þínum! Vertu maður en ekki mús!!!

Friður sé með yður og gangi ykkur vel! :)

Pálmi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:00

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Veistu Geir eftir að hafa verið að hlusta á og lesa þá heyrist mér megnið af fólki þegar vera komið í "sitt" lið. Mátt heldur ekki gleyma að í þessu máli eins og nokkrum öðrum þá mun mbl ekki liggja heldur á liði sínu við að tala gegn þessum dómsdagsspámönnum.

Gísli Foster Hjartarson, 22.2.2011 kl. 10:02

6 identicon

Það þýðir ekkert að fara í fýlu þó menn tengi þetta mál við ESB.  Hollendingar og Bretar hafa báðir tengt þessi mál og lofað andófi gegn inngöngu Íslands í ESB ef þetta mál verður ekki klárað með samningum.  Mér er skapi næst að greiða atkvæði gegn Icesave-lögunum til að leggja mitt lóð á þær vogarskálar að AÐLÖGUN að ESB stöðvist.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:18

7 Smámynd: Sigursveinn

Sæll Gilli

Ég er ekki hissa á tengingunni við ESB.  Hún kemur einfaldlega að utan. Frá bæði Bretum og Hollendingum.  Það sem er vandamálið hér er að stjórnvöld á Íslandi koma ekki fram að heilindum við okkur.  Það vantar hreinskipta og málefnalega umræðu um þessi mál.  AGS lánar hingað með því skilyrði að Icesave verði greitt. Það kom fram í viðtölum við hollenska þingmenn eftir synjun forsetans.  Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa alltaf haldið því fram að það sé engin tenging þar á milli. Það væri miklu nær að segja sannleikann í þessum efnum, ekki koma fram við íslenskan almenning sem bjána.  Hollendingar hafa brugðist mun harkalegra við en Bretar þegar kemur að ESB og Icesave. Beinlínis sagt að ef Ísland samþykki ekki lögin mun Holland leggja sig fram að hindra inngöngu Íslands í ESB. 

Sigursveinn , 22.2.2011 kl. 10:48

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Pálmi - góður

Jón Óskar - ekkert rugl við fáum að kjósa sérstaklega um ESB þegar Malli vinur okkar er búinn að gera sitt besta, öndum róelga þangað til og höldum hug okkar opnum, og afgreiðum Icesave. Hlakka til að fá Malla og föruneyti hingað til Eyja í mars til að kynna hvernig gegnur og hvernig á að reyna að tækla þetta.

Svenni jú það er nokkuð til í þessu varðandi ESB þessa dagana en öllums tundum eru menn hér að berja hausnum í þennan ESB stein í staðinn fyrir að aðgreina þetta. Það verður ekki kosið um þetta bæði í einu. Ég er ekki viss um ESB en held að svona hótanir eins og einhverjir örfáir þingmenn eru með skili nokkru ekki frekar en þegar okkar þingmenn gaspra í allar áttir. Ef allt er eðlilegt þá fáum við að kjósa um bæði þessi mál - en í sitt hvoru lagi. Ég er nú svo klikk að ég held á þessari stundu sé Icesave mun mikilvægara heldur en hitt. En verð að segja að mér finnst sérstakt að það hefur ekki komið nema einn maður hingað inn í prentsmiðju sem er alfarið á móti því að samþykkja Icesave samnigninn sem nú liggur á borðinu.

Gísli Foster Hjartarson, 22.2.2011 kl. 14:20

9 identicon

Ég held að Íslendingar fái mikið credit fyrir í alþjóðasamfélaginu ef þeir samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu og það yrðu trúlega bestu málalyktir og Icesave yrði kvatt fyrir fullt og allt.  Varðandi ESB, þá er bara allt annað ferli komið í gang en alþingi samþykkti.  Það er falinn í því óheiðarleiki og það er óþolandi og vekur ekki það traust sem við þurfum að fara að öðlast gagnvart íslenskum stjórnvöldum hvaðan úr flokki sem koma.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 16:22

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Íslendingar munu fá credit - ekki veitir af - við erum ekki svo sterkt á svellinu ef að það er ýtt hraustlega við okkur. Menn sofnuðu á verðinum og spiluðu illa af sér og eiga erfitt með að fóta sig. - því miður. 

En verður hitt nokkurn tíma annað en aðlögun? þegar menn eru með 70 - 80% af regluverki hinna í gangi? Menn eiga að taka alla þá styrki sem bjóðast, og efla okkar kerfi innan frá. Menn hafa nokkuð frjálsar hendur hvenrig þeir ráðstafa fénu innan síns geira. Held að okkur veiti ekkert af að styrkja inn viðina það er þá kannski hægt að nota þessar milljónir í hitt og þetta er tengist ráðuneytunum. Nógur er nú fjárausturinn innan ríkisgeirans fyrir. Þetta er að vera ríki í ríkinu. Við þurfum ekki alltaf að mála skrattann á vegginn. Það eru slæmir hlutir innan ESB og góðir, rétt eins og hjá okkur og öllum öðrum.

Gísli Foster Hjartarson, 22.2.2011 kl. 18:42

11 identicon

Aðlögunarferli var ekki samþykkt í þinginu.  Það felst því óheiðarleiki í því og elur á tortryggni að fara í það án umboðs.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.