Trilluhorn á strandveiðum!

Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé ekki eðlileg þróun í kjölfar strandveiða? Ætli það eigi þá eftir að fjölga en frekar i þessum geira í ár t.d.? Er bara Guðs lifandi feginn meðan ekki verða skipsskaðar - Finnst alltaf fréttir af skipssköðum með því sorglegra sem að ég les.

Í greininni stendur.........

Opnir fiskibátar voru 807 talsins og 3857 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fjölgaði um 51 milli ára og heildarstærð þeirra jókst um 242 brúttótonn.

Fjöldi vélskipa var alls 761 og samanlögð stærð þeirra 83.457 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 7 skip á milli ára og flotinn minnkaði um 3312 brúttótonn. 

Ég hélt nú reyndar að allir bátar á veiðum við Ísland væru vélbátar! Trúi því ekki að enn séu einhverjir að gera út á árabátum ....eða ætli það séu kannski seglbátar!!!

 


mbl.is Fiskipskipum fjölgar milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki verið neitt svakalega mikið fyrir það að eignast fiskiskip, en þó verð ég að viðurkenna að þegar ég sá Grím kokk leggja að á tuðrunni sinni með nokkra væna fiska í kassa, veidda á stöng, gerðu löngun vart við sig.  Held það væri mitt draumafley að eignast tuðru, stöng og kannski eins og eina byssu til að ná mér í svartfugl.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hvernig væri að opna augun Gísli, handfæraveiðar á opnum bát er alvöru

sjómennska og frábær vinna, frjálsar handfæraveiðar leysa byggða,

fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Lestu Þorstein í Laufási, strax!

Aðalsteinn Agnarsson, 25.2.2011 kl. 10:22

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Aðalsteinn hef alls ekkert á móti því ef að einvher vill stunda það sem þú kýst að kalla alvöru sjómennsku á opnum bát. Skil í raun ágætlega þá sem vilja hafa þann háttinn á og veit að margir sem kalla sig "atvinnu sjómenn" elska það að fara á svona trilluhorni á skak. Ekki misskilja mig þannig Aðalsteinn að ég vilji ekki menn fái að fara út á sínum trilluhornum að veiða. Hvet bara til varkárni, en ætla svo sem engum að hann sé að ana á haf út á trillu sem ekki á möguleika á að komast heim.

- Þó sjómennskan sé ekki mín ær og ekki frekar en vínar míns Jóns Óskars sem þarna tjáir sig líka þá er einhver svona ævintýra blær yfir þessu og ég sé Jón Óskar strax fyrir mér með stöngina, já og byssuna, skjótast út á milli hafnargarða í blíðviðri á góðum sumardegi.

Gísli Foster Hjartarson, 25.2.2011 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband