Áfram Akureyri - áfram Atli

Hann var alltaf einn af mínum uppáhaldsleikmönnum hann Atli Hilmarsson, ekki síst vegna þess að hér dvaldi hann lítið eitt á sínum yngri árum. Spilaði með Tý í fótbolta með frændum sínum mætum Eyjamönnum. Það var í kjölfarið á því sem að ég lagði nafnið á minnið og svo fór maður að heyra nafnið í sambandi við handboltann og því var auðvelt að velja sér leikmann til að hafa sem einn af sínum. Get svo sem sett hérna inn líka að ég hélt líka alltaf upp á Hans Guðmundsson, þó ekki fengi maður alltaf klapp á bakið fyrir það - ha ha. Jens Einars kom nú hér og þjálfari hjá okkur Týrurum og hann varð svona pínu uppáhald og jók áhuga manns á klísturkastinu þó markvörður væri. Fleiri nöfn kom hér við sögu, sem ég ætla nú ekki að fara neitt sérstaklega, en þegar meistari Siggi Gunn kom og þjálfaði hér í Eyjum hjá ÍBV fór handbolta áhuginn í bæjarfélaginu í nýjar hæðir og liðið náði oft góðum árangri og var á meðal þeirra bestu þó vissulega standi bikarsigurinn gegn Víkingum upp úr. Þá var nú gaman að vera Eyjamaður í Laugardalshöllinni.  ....við erum landsbyggðarlið og þegar landsbyggðarlið mætir borgarliði í svona slag þá þarf ekki að spyrja neitt sérstaklega með hverjum ég held.    .....áfram Atli ......áfram Akureyri     ........koma svo

e.s. best að gleyma ekki að maður á ættir að rekja norður yfir heiðar  


mbl.is Atli: Skulda Akureyringum þennan titil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atli er öðlingsdrengur.Áfram Akureyri:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 19:22

2 identicon

Það verður RAUÐUR dagur í dag og fara báðir titlarnir til Hlíðarenda.Hvernig fór Valur-ÍBV í gær?

Rauður (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband