Verða Arsenal meistarar?

Það skyldi þó aldrei fara svo að það verði mennirnir frá Emirates sem taka dolluna þetta árið. United menn heppnir að Rooney fór ekki í bann eftir fólskulega brotið gegn Wigan en nú verða menn að spila án varnartröllsins gegn Liverpool um helgina. United liðið er firna gott, eins og allir vita sem fylgjast með boltanum, en nú reynir á Liverpool liðið um helgina hvort þeir vilja teljast sem alvöru lið eða ekki í þessari deild. EN það er svo sem ekki nóg að United hiksti Arsenal menn verða að halda haus. Það sem hefur pirrað mig örlítið er að þegar maður heldur að eitt liðið en þarna í toppbaráttunni Man City ætlar að fara að gera eitthvað þá virðast þeir oftast bara gera í buxurnar - því miður.

En eins og við vitum öll þá skýrist þetta hægt og rólega en fyrir mig personulega eru þessar pælingar bara svona til að fá fólk til að velta upp möguleikum á hlutum, fyrir mér er spennan í kringum Brighton liðið en tapið gegn Milton Keynes Dons um helgina var sárt.


mbl.is Chelsea lagði Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

United reið ekki feitum hesti frá brúnni frekar en venjulega.  Maður eygði von eftir að liðið komst yfir og var ekkert að pirra sig á að ekki var dæmt víti á Terry fyrir hendi því mér fannst liðið vera að spila betur en oft áður á vellinum.  Í síðari hálfleiknum sýndi Chelsea klærnar og þeir áttu stigið skilið en ekki stigin.  Jafnteflisleikur sem var stolið, eins og í fyrra.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já ....stundum gengur manni allt í mót og stundum ekki. Það var nú meðbyr hjá ykkur varðandi niðurstöðuna með olnbogaskot Rooney þó svo að það hafi nú ekki kostað stig.

Gísli Foster Hjartarson, 2.3.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband